Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 77
fiÐUNN
Nauta-atið.
71
er rekinn fram og aftur og gerir í örvæntingu sinni
síðustu tilraunina til þess að mola beinin í einhverjum
manninum mélinu smærra. En af því að hann svimar
og er í vímu, gætir hann ekki augna sinna, og skikkju-
iöfin smella á viðkvæmum sjáöldrunum.
Já; bíðið nú rólegir. Boli brýzt um og tryllist, rekur
hvern einasta kjaft upp á garðinn. Pá stendur hann
stundarkorn og glápir upp á þá. Og pví næst legst
hann niður; það ber ekki á öðru; legst bara niður! Á
því augnabliki, sem hann fær að vera í friði, kennir
hann eins konar glóru af vellíðan. Hann sleikir sig
nokkrum sinnum upp í hvora nös, reynir að kyngja.
Kannske finst honum, að liann þurfi að renna fóðurkúlu
upp í munninn og jórtra hana. En nú þjóta þeir allir
niður til hans og flaksa skikkjunum um augu bans. Boli
snýr höfðinu undan og augnalokin titra. Pví næst stend-
ur hann upp, úr því að ekki er annars kostur, stendur
grafkyr og riðar, skelfur svo af dauðahrolli og hóstar
lifruðu blóði á sandinn. I vanmætti sínum blakar hann
hornunum að ertingamönnunum, og klunnalega höfuðið
tekur dýfur. Hann er að verða sljór.
Fyrst þegar tarfurinn dettur formálalaust á hliðina,
láta ertingamennirnir hann í friði. Því miður verða nú
hestasveinarnir að koma til sögunnar. Þetta voru snubb-
ótt lokaumbrot. Tvisvar, þrisvar murka þeir hnífunum
inn í rnænuna, og eftir nokkurra mínútna krampa deyr
hann. Hestasveinarnir koma með tvíeyki, og dauði tarf-
urinn er dreginn á harðaspretti yfir þvert leiksvæðið.
Hann dragnast á hliðinni. Hó, hæ! Það er sjón að sjá.
Þetta var nr. 1. Sá var ekki beysinn. Ekki vel ólrnur
og að eins í meðallagi ötull. Sjö árásir, fjórar byltur,
íveir hestar. Spjótalög góð; lokaumbrot mjög léleg.
Nr. 2. 3 og 4 voru líka rnesta hallæri. Aftur á móti var