Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 18
12
,Elzta guðspjallið".
IÐUNN'
vara, herra Renan? Ef sagnfræðing ber upp á þvílíkt
sker í meðferð höfuðatriðis, hvernig stendur pá á því.
að hann skuli ekki sjá, að hann þarf að gera bók sína
upp aftur frá rótum?“
Sögu trúarbragðanna hefir farið alimikið fram, og nú
getum vér Ijóslega gert oss grein fyrir, í hverju villa
Renans er falin. Hann hefir útskýrt trúarlegan texta,.
hieros logos, með aðferð, sem haígt kynni að vera að
nota við túlkun þjóðsagnar. Það er nefnilega ekkert
samband milli þjóðsagnar og goðsagnar. Þrátt fyrir yf-
irborðslíkinguna, ]iá eru þessav tvær sagntegundir full-
komlega andstæðar. Þjóðsögnin afskræmir raunveruleg-
ar staðreyndir. Goðsögnin tjáir trúaratriði með „sann-
indum“, sem taka á sig liki staðreynda, en eru líkingar.
Lesi ég í æfisögu Appolloníusar frá Tyana eða heil-
ags Marteins um upprisu dtiuðs manns, þá er mér
frjálst að gera hér ráð fyrir einhverri óráðvendni, ein-
hverri misskilinni myndbreytingu eða blátt áfram
ruddalegu heilafóstri einhvers skrifara. Hér er um
þjóðsögu að ræða, sem þvílíkt innskot gerir heiðvirðum
manni ill-læsa.
En eigi ég að gefa textaskýringu á goðsögn, t. d. á
hómeriska Ijóðinu til Demeter, á ég þá að skrifa þann-
ig: „Aþena geymdi í minnum mey nokkra, en nafn
hennar var gleymt. Hún var einungis kölluð unga stúlk-
an, Kóra. Dag nokkurn, er hún gekk úti að tína blóm,
viltist hún af leið og kom ekki aftur. Svo virðist, sem
hún hafi fallið í einhverja af hinum mörgu gjám í kring
um Eleusis, þar sem lárviðarrósin felur rætur sínar.
Hjarðmaður, sem hún þekti, fann hana þar, ef til vill
meidda, og hefir henni dvalist þar, fyrst við hjúkrun
hans, síðar við ást hans. Þó er sennilegra, að hún hafi
verið hrifin burt af einhverjum þeirra sjóræningja.