Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 91
IÐUNN
á guðsríkisbraut.
85
\ræna pest að hafa neitt annað takmark með rannsókn-
um yðar og íhugunum en petta eina: að komast að nið-
urstöðum, sem séu í samræmi við heilbrigða skynsemi,
veruleikann, staðreyndirnar. Peytið út í yztu myrkur pví
villimannaástandi hugarfarsins að falsa lífið með álykt-
unum, sem þér getið grætt á nokkra vesæla skildinga í
bráðina. Gleymið því ekki eitt augnablik á æfi yðar, að
sannleikurinn og yðar persónulegu óskir geta verið sitt
hvmð. Og þó að [)ér getið haft einhvern ávinning af því
í dag að falsa sannleikann, þá verður sá ávinningur af
yður tekinn á morgun, því að sannleikurinn er eina afl-
ið innan endamarka alheimsins, sem er ósigrandi og þér
verðid fyr eða síðar að lúta.
Trúið aldrei neinu, hvort sem þér lesið þaö eða heyr-
ið, fyr en þér hafið fengið óyggjandi sannanir fyrir því,
að það sé rétt. Segið nú þegar gersamlega skilið við öll
kennivöld og drottinvöld. Gerið miskunnarlausa upp-
reisn gegn hverjum þeim manni og hverri þeirri stofnun,
sem vill hafa vald yfir yður. Einu kennivöld yðar og
einu siðareglur yðar séu þessi tvö boðorð:
Leitið sannleikons.
Sjálfur leið pú sjálfan pig.
Gerið nú svo vel, að misskilja ekki þessi heilræði
mín á þá leið, að þér eigið að belgja yður upp með
einhverjum sérvizkulegum útúrboringshætti. Það er ekki
að leita sannleikans, og það er ekki að leiða sjálfur
sjálfan sig, heldur er það flótti undir nýtt kennivald,
sem er það að vera öðruvísi en aðrir menn. Reynið ekki
heldur að blekkja sjálfa yður með því að telja yður trú
um, að þessum heilræðum sé ekki beint til yðar, heldur
til bévítis hyskisins, sem býr þarna hinum inegin við
götuna. Heilræðum mínum er einmitt stefnt til yðar.
Gætið yðar enn fremur að forherðast ekki í hjörtum