Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 19
HÐUNN
.Elztíi guðspjallið“.
13
sem svo lengi hafa gert Sarons-flóann ótryggan. I frá-
sögnum hennar á síðan varð hann að tröllauknum
stríðsmanni, hryllilegum konungi í fereyki. Örvænting
móður hennar snart hina góðu pegna Keleos konungs.
Við hirð hans naut Demeter heiðursstöðu sem barn-
fóstra. Ráðviltur svipur hennar, óhuggandi harmurinn
og nokkrar saklausar æfingar í gaklri áunnu henni ást
hinna fjögurra dætra konungsins. Þessum ástæðum er
|)að óefað að Jiakka, að óhapp hennar skyldi ná slíkri
frægð. Þegar dóttir hennar kom aftur að lokum, urðu
allir glaðir. ímyndunaröflin komust á hreyfingu. Það
var sagt, að Hades, konungur undirheima, hefði rænt
Kóru, og að milligöngu Seifs hefði til þurft, að hann
leyfði henni að hverfa heim aftur til móður sinnar. Þó
gaf hann henni ekki heimfararleyfi nema nokkra mán-
uði á ári. Þess á milli varð Kóra að hverfa aftur til
undirheima, — {). e. a. s. án efa í einhverja þá staði,
sem hún kærði sig ekki aö láta uppskátt um.“
Hið hlægilega við slíka textaskýringu er berast fyrir
þá sök, hve augsýnilegt er, að ljóðið til Demeter er
goðsögn. Eiginnöfnin, staðgreiningin, smáatriðin breyta
þar engu. Það er ekki staðreynd með þjóðsagnarblæ,
sem verið er að tjá í för Kóru til undirheima og heim-
hvarfs hennar til móður sinnar, Demeter. Það er trú,
— hin djúpa, alvöruþrungna trú Eleusis, — vissa pess,
að dauðanuin fylgi endurkoma til lífsins, að í landi
hinna framliðnu séu gestrisnir bústaðir og einnig ægi-
legir mættir, sem hægt sé að vingast við í þessu lífi.
Það er jafn-auðsætt, að frásögnin urn upprisu Lazar-
usar er eltki brot úr þjóðsögn, heldur er hún hieros
logos, heilagt orð, goðsögn. Hin hreina kristintrú bindur
sig við hana, trúin á upprisuna og lífið, sem heitir
einu nafni Jesús. Hér er ekki urn einstakan atburð að