Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 102
'96
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
legu flugu. í höfuðið að senda honum þessa ávísun upp
á þúsund dollara. Eða — gat það hugsast? — að ein-
hver amerískur bókaútgefandi, sem hefði grætt of fjár
á þýðingum af bókum hans, sendi honum þessa geysi-
upphæð í ritlaun svona formálalaust? Guð má vita,
hvað honum fanst trúlegast! Mér er sem ég sjái hann
fyrir mér, hvernig hann strauk á sér skallann og sneri
hvíta, þunna yfirskeggið. En hvað um það — hann fór
í spariflíkurnar sínar, tók bifreið, sem hann átti ekki
aura fyrir, og ók til bankans.
Nú var það einmitt ég, sem sat við kassann í þeirri
deild bankans, sem átti að borga út upphæðina. Ég tók
á móti ávísuninni og athugaði hana bæði á bak og
fyrir. Alt var eins og það átti að vera. Og Maríus
Krabba — þenna gamla Kaupmannahafnar-sérvitring —
þekti ég í sjón frá fornu fari, svo hér þurfti engin
frekari skilríki. Ég taldi fram peningana. Maríus Krabbi
átti bara eftir að taka við þeim, stinga þeim í veskið,
ef hann þá átti nokkurt, og fara.
En hann tók ekki við peningunum strax. f stað þess
sagði hann:
— Afsakið, herra minn! Afsakið forvitni gamals
manns! Hvaðan koma eiginlega þessir peningar?
Ég hafði einmitt þenna sama dag horfið að starfi
mínu í bankanum eftir nokkurra vikna sumarleyfi, sem
ég hafði eytt í Noregi. Ég vissi því ekkert um þetta
mál og hafði ekki séð símskeytið frá New York.
— Um það get ég því miður engar upplýsingar gef-
ið, svaraði ég. En þér hljótið að hafa fengið orðsend-
ingu frá bankanum með ávísuninni.
— Já, það hefi ég, svaraði hann. Og þar stendur
„samkvæmt símsendri fyrirskipun" — frá banka í New
York, sem ég hefi aldrei heyrt nefndan. En ég vildi
j