Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 101
IÐUNN
Misgánings-sónatan.
95 ■
leyti all-alvarlegum misgáningi, að minsta kosti frá
sjónarmiði bankamanns.
En það var, sem sagt, ekki ég sjálfur, sem gerði
glappaskotið — og þess vegna er ég í vafa um, á hvor-
um endanum ég á að byrja. Hinir sænsku og norsku
gestir okkar hafa sennilega aldrei heyrt getið um rit-
höfundinn Maríus Krabba?
—• Jú, vissulega, svaraði sænski málarinn. Ég hefi
meira að segja lesið eina af bókum lians. En það eru
víst ein prjátíu ár síðan.
— Jæja! Hafið þér það? Hann var annars vel metinn
rithöfundur á sinni tíð. Hann varð bara fyrir því óláni
að lifa tuttugu eða þrjátíu árum of lengi. Honum auðn-
aðist að fá tvö leikrit sín sýnd á Konunglega leikhúsinu
laust eftir 1880. Og hann skrifaði þrjár eða fjórar bæk-
ur, sem fólk ias og ræddi um og keypti jafnvel. Seinna
skrifaði hann aðrar bækur, sem hvorki voru lesnar né
keyptar og komu því engum umræðum af stað. Og
svo gerðist hann gamall, og loks dó hann. í fátækt og
eymd fyrir eitthvað tiu árum, gleymdur af öllum, eins
og hann hefði aldrei verið til.
En hér um bil viku áður en hann andaðist fékk hann
bréf frá bankanum, þar sem ég vinn fyrir lélegum
launum. í bréfinu var ávísun upp á 3730 krónur og
nokkrar línur, þar sem bankinn skýrði frá, að hann,
samkvæmt símsendri fyrirskipun frá nafngreindum
banka í New York, greiddi hér með þessa upphæð rit-
höfundinum Maríusi Krabba, Forhaabnings Allé, nr. 24.
Hvað ætli hann hafi hugsað, þegar hann fékk þetta
bréf? Um það get ég ekki gert mér neina huginynd. Ef
til vill átti hann son eða dóttur í Ameríku. Eða sonar-
son eða dótturdóttur? Hann gerði sér ef til vill í
hugarlund, að eitthvert þeirra hefði fengið þá vingjarn-