Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 58
52
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
En flestar tilgátur hans standa þó í svo órofnu sam-
bandi við vísindalegan rannsóknarhátt og í svo óslitnu
framhaldi af áður sönnuðum niðurstöðum raunvísind-
anna, að f>ær eru að minsta kosti allrar athygli verðar.
fiar til reynslan tekur af öll tvímæli.
Athugum þá fyrst skoðanir dr. H. P. á eðli svefns
og drauma. Alt til þessa hafa menn ekki botnað vitund
í því, hver öfl eru að verki, þegar þeir leggjast í rekkju
sína, missa smám saman vökuvitundina og fá aðra nýja
í staðinn, draumvitundina, rísa síðan á fætur á ný
eftir nokkrar klukkustundir og eru þá afþreyttir og
hressir eins og „nýslegnir túskildingar“. Við hvílumst
við svefninn, segja þeir, og það er að vissu leyti rétt.
En eitthvað meira hlýtur þó að vera hér urn að ræða,
því ef hvíldin ein væri nóg, ætti að nægja að sitja eða
liggja vakandi ákveðinn tíma. Svefninn hlýtur þá að
vera eitthvað annað og meira en hvíld eða hlé á orku-
eyðslu mannsins. Enda fullyrðir dr. Helgi, að hann sé
sambandsástand við aðrar verur, sem leiðir af sér
hleðslu eða magnan á lífskrafti mannsins, og það er
sú hleósla, sem framleitt hefir í honum hina nýju orku,
sem leikur um hann allan, þegar hann er nývaknaður.
Ef maðurinn nýtur ekki þessarar hleðslu ööru hvoru,
örmagnast hann og deyr að lokum, rétt eins og raf-
geymir, sem er að tæmast.
Draumlífið, segir dr. H. P., er einn þáttur þess-
arar hleðslu, og er þannig til komið, að sá, sem sefur,
fær meðvitund annars, sem vakir, og kallast sá draum-
gjafi, sem draumurinn stafar frá, og á oftast heinia á
öðrum hnetti. Meðvitund þessa draumgjafa aflagast
meira eða minna í heila dreymandans, og ráða áhrif
annara manna hér á jörðu mjög uni það, við hvaða