Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 179
ÍÐUNN
Bækur.
173
En par er skemst af að segja, að þýðingin er ofboð
tuddaleg og sviplaus. Enskan vellur blóðhrá út úr setning-
unum, þó að orðin eigi að heita íslenzk. Sums staðar verð-
ur þetta að beinum málspjölluin og vitleysu. En jafnvel
þar, sem slíkt verður ekki sagt, er einhver hjassabragur á
'öllum frásagnarhættinum, hann er utangarna og líflaus.
■Stíllinn yfirleitt eins og hestur, sem er haltur á hægra
framfæti og vinstra afturfæti. Orðaröðin víða afkáraleg.
Enska nafnháttarmerkið ríður þýðandanum gandreið í fjölda
setninga, en er hálfgerð hræða í okkar máli. Ég gafst
upp við að telja dæmi þessa, þegar komin voru milli 20
og 30. Prentvillur eru margar og ekki hirt um að eigin-
nöfn séu eins rituð alls staðar í bókinni (bls. 55).
Hér eru nokkur dæmi um málfimina, rétt af handahófi:
BIs. 37: Á hælissvölunum Iá fólkið og baðaði sig í sól-
skininu, hlýlega vafid upp til þess að verjast kuldanum. —
Enginn í minni sveit þekkir þessa aðferð, að vefja fólk
upp til þess að verja það kulda, og yrði vel þegið, ef
Búnaðarfélag Islands beitti sér fyrir kenslu í því.
Bls. 40: „Hún hafði oft séð hann liggja einsamJan i
sólskininu“ í stað einn saman eða einmana. Hér um pláss
þykir fara ofboð vel á því, að giftir menn liggi einir saman
■á víðavangi eða hvar sem er, úr því húsfreyjan er ekki
hjá þeim.
Bls. 46: „Fyltiö upp tíina yðar með einhverju áhugaefni."
Fylla er aðallega notað hér uni pláss í öðrum samböndum.
— Sama bls.: „Er inér ómögulegt aö lialda út að tala við
yður.“ Pessi rúsína kemur einnig fyrir á bls. 116 og bls. 160.
Bls. 53: „Svo pér hafiö fundiö tunguna." Þessi setning
táknar ekki, að persónum bókarinnar hætti svo ákaflega
við að týna úr sér tungunni, heldur útlegst hún á móður-
mál vort íslenzku með því, að hlutaðeigandi jómfrú þóknast
•að taka til máls.
Bls. 87: „Það er ekki svo oft, að þú gefur upp tíma pinn
handa mér.“ Hér er það bóndi einn, sem er að tala við konu
sína, og farast þannig orð. Setningin er blóðhrá enska og
•endileysa á íslenzku.
Annars taldi ég við fljótlegan lestur milli 30 og 40 bögu-
mæli, öfuga orðaröð, íslenzkar setningar á enskum hækjum
■og annan afkáraskap, án þess að ég telji rúmi eyðandi í að