Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 179

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 179
ÍÐUNN Bækur. 173 En par er skemst af að segja, að þýðingin er ofboð tuddaleg og sviplaus. Enskan vellur blóðhrá út úr setning- unum, þó að orðin eigi að heita íslenzk. Sums staðar verð- ur þetta að beinum málspjölluin og vitleysu. En jafnvel þar, sem slíkt verður ekki sagt, er einhver hjassabragur á 'öllum frásagnarhættinum, hann er utangarna og líflaus. ■Stíllinn yfirleitt eins og hestur, sem er haltur á hægra framfæti og vinstra afturfæti. Orðaröðin víða afkáraleg. Enska nafnháttarmerkið ríður þýðandanum gandreið í fjölda setninga, en er hálfgerð hræða í okkar máli. Ég gafst upp við að telja dæmi þessa, þegar komin voru milli 20 og 30. Prentvillur eru margar og ekki hirt um að eigin- nöfn séu eins rituð alls staðar í bókinni (bls. 55). Hér eru nokkur dæmi um málfimina, rétt af handahófi: BIs. 37: Á hælissvölunum Iá fólkið og baðaði sig í sól- skininu, hlýlega vafid upp til þess að verjast kuldanum. — Enginn í minni sveit þekkir þessa aðferð, að vefja fólk upp til þess að verja það kulda, og yrði vel þegið, ef Búnaðarfélag Islands beitti sér fyrir kenslu í því. Bls. 40: „Hún hafði oft séð hann liggja einsamJan i sólskininu“ í stað einn saman eða einmana. Hér um pláss þykir fara ofboð vel á því, að giftir menn liggi einir saman ■á víðavangi eða hvar sem er, úr því húsfreyjan er ekki hjá þeim. Bls. 46: „Fyltiö upp tíina yðar með einhverju áhugaefni." Fylla er aðallega notað hér uni pláss í öðrum samböndum. — Sama bls.: „Er inér ómögulegt aö lialda út að tala við yður.“ Pessi rúsína kemur einnig fyrir á bls. 116 og bls. 160. Bls. 53: „Svo pér hafiö fundiö tunguna." Þessi setning táknar ekki, að persónum bókarinnar hætti svo ákaflega við að týna úr sér tungunni, heldur útlegst hún á móður- mál vort íslenzku með því, að hlutaðeigandi jómfrú þóknast •að taka til máls. Bls. 87: „Það er ekki svo oft, að þú gefur upp tíma pinn handa mér.“ Hér er það bóndi einn, sem er að tala við konu sína, og farast þannig orð. Setningin er blóðhrá enska og •endileysa á íslenzku. Annars taldi ég við fljótlegan lestur milli 30 og 40 bögu- mæli, öfuga orðaröð, íslenzkar setningar á enskum hækjum ■og annan afkáraskap, án þess að ég telji rúmi eyðandi í að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.