Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 177
QÐUNN
Bækur.
Beatrice Harraden: S k i p , s e m m œt ast á nótt u .
Með forspjalli eftir Alexander McGill, formála eftir
Einar H. Kvaran og myndum eftir Gertrude Harra-
den. Snæbjörn Jónsson þýddi.
Þessi litla langloka er það, sem blöðin, auglýsingarnar,
tjá manni um pessa bók.. En gerum nú ráð fyrir, að
forvitinn maður sé svo slysinn að fá kverið handa á milli.
Þá verður það brátt Ijóst, að það er ögn meira blóð í
kúnni. Lifshlaup höfundar eftir þýðandann, Snæbjörn Jóns-
son, enn einn formáli eftir þýðandann, einkunnarorð eftir
Longfellow (vísast tekin að honum fornspurðum), þýðing
á þeim — og loks enn ein einkunnarorð eftir Matth.
Jochumsson. Alls G — sex — forspjöll í bundnu og ó-
bundnu máli. Og alt auðvitað með rithandarprentuðum
undirskriftum. Bókin er því við fyrstu kynni einna líkust
her.gingarvíxli, sem nöfnum er hrúgað á í örvæntingu •—
ískyggilegur verðpappír, mundum við segja í sparisjóðnum
hér. Og þessi kynni bregðast ekki við lesturinn. „Skip, sem
mætast á nóttu“ ber það eitt einkenni góðrar bókar, að
hún er að koma manni á óvart fram undir það síðasta.
Hún lætur rætast alt það lakasta, sem mann hafði grunað
og talsvert meira til.
Það er bezt að játa það þegar í stað, að ég var einn
þeirra, sem glæptust á að kaupa bókina vegna auglýsing-
anna og hinna 6 — sex — forspjalla. Aðstaða okkar
sveitamanna er sú, að við megum ekki vita, hve ódýrt
■siðspiltir eða kærulausir gagnrýnendur leggja nöfn sín,
þegar um aðstoð er að ræða við áleitna bókaprangara.
En hér er ofboð lítið sýnishorn af því, hvernig farið hefir
verið að til að koma út þessu „listaverki".
Alexander McGill gefur Snæbirni Jónssyni vottorð um
hreinleik og einfaldleik málsins, „sem í ófimari liöndum
mundu hafa glatast." Hann ætlar, „að þar muni vart
gæta annars en að bókin sé upphaflega rituð á íslenzku“.
Hann hlýtur að hafa einstaklega sérkennilegar hugmyndir