Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 55
IÐUNN
íslenzk heimspeki.
49
öðrum hnöttum, guðlegar verur, sameinaðar í lífheildir,
miklu fullkomnari en vér getum gert oss í hugarlund,
— verur, sem orðnar eru óskiljanlega magnaðar af út-
streymi hins mikla frumkraftar, — skapandi verur, sem
hafa ummyndað efni sinna hnatta til slíks samræmis, að
það er hafið yfir pjáningu og dauða.
Framtíð mannkynsins veltur þá á því, hvort því tekst
að mynda það samfélag, þá lífheild, sem svo sé næm,
að hún geti tekið á móti fullkomnari aflhleðslu handan
yfir geimdjúpin en verið hefir, hvort því tekst að skapa
úr sjálfu sér það viðtæki, sem hæft sé til að taka á
móti svo mikilli lífsorku frá hinum stórkostlegu út-
varpsstöðvum frumkraftarins, að nægi til að sigra
þjáningar og dauða.
En eru þá nokkrar likur til að slíkt samband milli
lífvera á hnöttum himingeimsins geti yfir höfuð átt sér
stað ?
Dr. Helgi Pjeturss svarar þeirri spurningu hiklaust ját-
andi og fullyrðir, að slíkt samband, mjög ófullkomið að
vísu, hafi jafnan átt sér stað. En hér mun jafnan verða
örðugt um hlutrænar sannanir, meðan svo skamt er
komið málum.
Þó að ég gæti á þessari stundu látið alla Islendinga
heyra rödd einhverrar veru á annari stjörnu, myndi
margur samt sem áður hiklaust neita því, að hljóð
gæti borist hingað úr slíkri órafjarlægð. En fyrir nokkr-
um árum myndi því hafa verið jafn-hiklaust neitað, að
rödd mín gæti heyrst um þvert og endilangt Island og
jafnvel um alla jörðu, — og þó má nú þetta ske, ef
sérstök skilyrði eru fyrir hendi (útvarp). Gæti nú ekki
eitthvað svipað átt sér stað um samband við aðra
hnetti, — e/ hin naudsynlegu skilyrdi vœru fyrir hendi?
Dr. Helgi segir, að þau sérstöku skilyrði, sem til
Iöunn XVII.
4