Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 16
10
Elzta guðspjallið".
IÐUNN
hans var bundinn sveitadúkur. Jesús segir við þá: Leysið
hanii og látið hann fara.
Ég hygg, að sá maður hljóti að vera mjög gersneydd-
ur trúrænum skilningarvitum, sem sér ekki, að slík frá-
sögn tjáir trúarsannindi, en ekki raunhæfa staðreynd.
Drottinn Jesús er Upprisan og Lífið. Þeim, sem trúa á
hann og lifa í honum, gefur hann hið eilífa líf, enda
þótt þeir deyi. Þessi lifandi átrúnaður tekur hér ekki á
sig guðfræðilegt form, heldur birtist hann í frásögn,
sem er í senn einkar einföld og mjög tignarleg um leið
■og hún tjáir dulskynjun, sem gædd er endalausri hljóm-
dýpt.
Það er ekki til neinn sameiginlegur mælir milli því-
líkrar frásagnar og sagnfræðinnar.
Vilji maður nú, þvert ofan í eðli textans, draga þessa
háleitu sögu ofan úr heimkynnum trúarsannindanna nið-
ur í veröld staðreyndanna, vilji maður leita þar með
valdi að hlutum, sem þar er ekki að finna, vilji maður
setja hana í pressu til að kreista út úr henni með illu
■eða góðu einhverja sagnfræðilega átyllu, þá fer ekki
hjá því, að niðurstöðurnar verði í senn afskræmilegar
■og hörmulegar.
Renan tókst ekki, þrátt fyrir allar sínar gáfur, að sigla
fram hjá niðurstöðum af þessu tagi. Þótt hann hafi sem
þaulæfður sagnfræðingur getað leikið sér að guðspjöll-
unum af mikilli list, þá förlaðist honuin þó, þegar sög-
unni veik að upprisu Lazarusar. Það nægir að ininna á,
hvað hann skrifaði um þetta mál í fyrstu útgáfunni af
Vie de Jesus (bls. 359—363) til þess að sýna fram á
hættur þær, sem felast í gagnrýni tilbúinnar sagnfræði
n guðspjöliunum.
Aths. pýð.: Til rúmsparnaðar skal hér að eins í fám orð-
imn greint efnið úr langri tilvitnun höf. í Vie de Jesus: