Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 129
ÍÐUNN
Eins og nú horfir við.
123
íleira. Fyrir utan kurteisi í framkomu, mýkt í danzi,
frjálslyndi í ástum, birtist líka auðvaldið í víxlum og
fjársvikum, en guð forði manni frá að minnast frekar
á slíka liluti. Til yfirlits má að eins bæta jrví við, að
við höfum lifað og lirærst í auðskipulagi.
Nú voru það ýmsir hér á landi, sem sáu eftir nána
yfirvegun, að eitthvert gagn mætti líklega hafa af
sláttuvélum, gufuskipum og jafnvel af símanum, en
gátu pó með engu móti skilið, hvað við ættum að gera
hingað með silkisokka eða varasmyrsl. Það hófst með
öðrum orðurn andúð gegn hinu nýja skipulagi af hálfu
ýmsra góðra islendinga, enda hafði pað gerst all-ágengt
við ýms pjóðleg verðmæti. í fyrstu voru pað sveita-
mennirnir, sem pybbuðust við og snerust jafnvel önd-
verðir sumir. En auðskipulagið var söguleg próun, sem
laut ákveðnum lögmálum og lét ekki raska sér eða
snúa við. Það er í pessu sambandi gaman að minna á
drengjakolla-rimmuna urn árið. Með snillikjafti sínum,
orðkyngi og skaphita réðist Guðm. prófessor Finnboga-
son á rnóti drengjakollinum. Honum til fulltingis kom
Guðrún Lárusdóttir með trúarmóði og brennandi bænum,
°g fylgdu peim að minsta kosti sjö andar peim verri.
En strákhvolpur, nýskroppinn út fyrir landssteinana,
Halldór nokkur Kiijan Laxness, stóð einn uppi með
drengjakollinum. Og allir vita, hvernig fór. Ef ekki
Guðrún Lárusdóttir sjálf, pá hafa pó dætur hennar
'átið klippa á sig drengjakoll.
En viðspyrnan gegn auðskipulaginu nær líka dýpra
ei1 petta dæmi sýnir. Hér á landi varð Reykjavík ímynd
Þessa skipulags, og hún ætlaði alveg að soga til sín
sveitirnar. Það varð pvi lífsspursmál fyrir bændurna að
Eamla á móti Reykjavíkurvaldinu, og pá varð vitanlega
aö grípa til ýnisra ráða. Og nú var tekið að blása upp