Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 162
156
Eldhúsið og gestastofan.
iðunnj
„Pað mátti víst ekki seinna vera, að þér kæmust að
heiman og lærðuð að vinna verk hjá fólki, Rúna mín!“
Eftir að frúin hefir gert þessa sálfræðilegu athuga-
semd, gengur hún aftur inn í stofuna með viðhafnar-
svip. Hún snýr máli sínu til Jóns Jóelssonar, sem nú
ræðir um kaupskap við húsbóndann, í hálfum hljóðum
og af miklum áhuga.
„Mér datt það- í hug viðvíkjandi því, sem við vorum
að tala um áðan. Hafið þér ekki tekið eftir því, hve
mikil hugarrósemi er því samfara að hafa stöðugt hugs-
anasamband yfir múrinn mikla?“
„Jú, það er óviðjafnanlegt," svarar hann með djúpri
rödd og enn dýpri sannfæringarhreimi.
Jón Jóelsson sér það nú, að hann hefir hagað sér
ókurteislega gagnvart frúnum með því að ræða um
stjórnmál og atvinnuvegi. Pær sitja með ólundarsvip.
Hann flýtir sér því að bæta við því síðasta illmæli, sem
hann átti ósagt um jafnaðarmenn, og hækkar röddina.
En þar hittir hann einmitt r.aglann á höfuðið, því að
það er ekki nauðsynlegt að vita neitt urn stjórnmál eða
atvinnuvegi til þess að vera sannfærður um, að jafnað-
armenn hafi rangt fyrir sér í öllu.
Og frúrnar taka að leggja orð í belg.
Rúna hefir lokið verkum sinum í eldhúsinu. Hún situr
á stól og hallar sér fram á eldhúsborðið. Hún berst við
svefninn. Þessi póstferð verður víst að fara hjá, án þess
að mamma hennar fái bréf. Hún veit, að hún muni sofna
áður en hún hefir skrifað hálfa blaðsíðu. Hún hefir
aldrei verið að heiman fyr, en er þegar orðin löt að
skrifa.
Sofna vill hún ekki. —
„Ég fer út,“ segir hún vift