Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 83
JÐUWN
Á guðsríkisbraut.
77
lagsskipulag vort í Rússlandi ekki enn sem komið er
sameignarjjjóðfélag og því síður fullkomið sameignar-
pjóðfélag, heldur er það á leið til að verða það. Þetta
kenna bolsivíkarnir. í Rússlandi. En þið getið reitt ykkur
á, að Lenin og lærisveinar hans, sem var ef til vill
slyngasti stjórnmálavitringur, er sögur fara af, hafa
of mikil þjóðskipulagshyggindi til þess að þeir gætu
nokkurn tíma iátið sér detta það í liug, sem heimaaln-
ingsháttur Morgunblaðsins skrökvar upp á þá.
Og loks keniur útgöngusálmurinn: „svikinn gjaldeyr-
ir“. En mér segja menn, sem nákunnugastir eru öllum
Rússlands-málum þessara tíma, að rúblan sé að minsta
kosti eins vel trygð og gjaldmiðill þeirra auðvaldsríkja,
sem lengst eru frá efnalegu hruni. Annars er gjaldeyrir
flestra ])jóða — og þar á meðal vor Islendinga — nú
■á tímum meira og minna svikinn.
Þessi ósómi er svo að lokum innsiglaður með því að
ljúga því upp á The Manchester Guardian, að það liafi
flutt hann. Það er sennilega gert vegna þess, að fals-
arann grunar, að fólk hafi meira traust á The Man-
chester Guardian, sem hefir á sér heiðarleikaorð, heldur
en hans eigin undirskrift, er margir rnyndu kanski tengja
við ýmislegt annað en heiöarlega blaðamensku. Svo
grómtekinn er andlegi drulluskapurinn, að ekki er horft
í að falsa heiðarlegar blaðafregnir til þess að geta sví-
virt útlenda menn. í skjóli þess, að þeir geti ekki borið
hönd fyrir höfuð sér. Ég er enn þá svo barnalegur, að
mér finst það næstum furðulegt, að fullorðnir menn
skuli geta fengið sig til að ata sig út á jafn-fyrirlitlegri
lítilmensku.
Ekki víkur Morgunblaðið heldur einu orði að því,
sem þó er sagt skýrum stöfunr í The Manchester Guar-
•dian, að láninu eigi að verja til þess að korna í fram-