Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 11
Hver átti refsfeldinnt 5 Hver átti refsfeldinn? I. Drög um eignarrétt að dýrum, sem sleppa úr vörzlu. Þó að húsdýr, sem mörkuð eru marki tiltekins manns, svo sem sauðfé, eða þekkjanleg eru, svo sem hross og naut- gripir, jafnvel þótt ómörkuð séu, fari úr vörzlu eiganda eða staðgöngumanns hans, þá er það alkunnugt, að eignarrétti hans að dýrinu er ekki þar með lokið. Fyrirmæli þau, er fylgt er um óskilafé, sýna þetta sæmilega glöggt. Senni- lega mun sama vera um hunda og ketti. Sá, sem gæti helgað sér hundinn eða köttinn, mundi geta heimt sér hann aftur. Um merkta fugla eru ákvæði í Jónsbók, Landsleigubálki 57. Mun þar vera átt við alifugla. Ef maður drepur eða nýtir sér merktan fugl annars manns, þá skyldi gjalda fugls- verð og við lá refsing. Fyrirmæli þessi gera ráð fyrir því, að eignarréttur haldist, þótt fuglinn fari út af umráða- svæði eiganda. Dráp slíks fugls án nýtingar hans mundi víst varða refsingu eftir 257. gr. hegningarlaganna. En ef maður slær eign sinni á fuglinn, þá er líklegt, að það gæti varðað við 246. gr. sömu laga. Um viðhald eignarréttarins skiptir ekki máli, þótt skepn- an sleppi úr girðingu eða annarri geymslu, sem eiganda kann að vera skyldur að geyma hana í, t. d. naut eða grað- hestur, sbr. 1. og 18. gr. laga nr. 32/1931. Um tvær tegundir dýra gilda alveg sérstakar reglur að einu leyti, björnu og refi. Þó að tiltekinn maður hafi helg- að sér slíkt dýr til eignar og hafi sett þau í geymslu, t. d. búr, þá eru dýr þessi réttdræp hverjum manni, ef þau sleppa úr vörzlu, en svo verður að telja, ef þau sleppa úr geymslunni og leika lausum hala, tilskipun um veiði 20. júní 1849 7. og 8. gr. Þessi dýr má maður veiða og leggja bótalaust að velli, þótt í landi annars manns sé. En þar með er vitanlega eldíi úr því skorið, hvort aðili hafi misst

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.