Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 5
Málskot til œSra stjórnvalds. 131 fyrirraælum útgefnum af handhöfum framkvæmdarvalds, þ. á m. í staðbundnum samþykktum og reglugerðum, t. d. heilbrigðissamþykktum, byggingarsamþykktum og hafnar- reglugerðum. Hitt er einnig til, þótt fátítt sé, að lög útiloki berum orðum kæru til æðra stjórnvalds, sbr. t. d. 21. gr. 1. 80/1942, um kosningar til alþingis, er mælir svo fyrir, að eftir að hreppsnefnd eða bæjarstjórn hefur gengið frá kjörskrá með þeim hætti, er þar segir, verði engin breyt- ing gerð á henni, nema að undangengnum dómi, sbr. og 14. gr. 1. 81/1936. Hin tilvikin eru þó langflest, þar sem lög- gjafinn hefur ekki tekið sérstaklega afstöðu til þess, hvort ákvörðun lægra setts stjórnvalds megi skjóta til æðri stjórnsýsluhafa til úrskurðar. Sambandi æðra setts og lægra setts stjórnvalds er stundum þannig háttað, að hið æðra setta hefur ekki einungis boðvald og eftirlitsskyldu gagnvart því lægra, heldur hefur það og, að því er ætla verður, heimild til af sjálfsdáðum að skerast í leik og kalla aftur ákvarðanir, eða breyta þeim, er lægra sett stjórn- vald hefur tekið. Slíkar ákvarðanir má að sjálfsögðu kæra, þótt kæran sé þar ekki nauðsynlegt skilyrði þess, að æðra stjórnvald láti það mál til sín taka, og því sé e.t.v.ekki skylt að sinna slíkri kæru. En hvernig er kæruréttinum háttað, þegar slíkum tilfellum sleppir? Á að telja kæru til æðra stjórnvalds almennt heimila, eða á að draga e contrario ályktun af þeim lagaákvæðum, sem heimila kæru berum brðum? Af hinum einstöku lagaákvæðum um stjórnlega kæru verður engin almenn ályktun dregin um þetta atriði. Þau eru þess eðlis og eru þannig sett, að almennt er óheim- ilt að draga af þeim e contrario ályktun. Ef í tilteknum lögum er heimilað að kæra sumar ákvarðanir, sem lögin fjalla um, en ekki minnst á málskot á öðrum ákvörðunum, sem þau taka einnig til, og teknar eru af sama yfirvaldi og hinar fyrrnefndu, getur þó e contrario ályktun komið til greina.1) 1 íslenzkri löggjöf er annars ekki beina leiðbein- 1) Sbr. Westerberg: Om Administrativ. Besvarsratt. (Stockholm 1945) bls. 51.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.