Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 10
200 Aöslaöa clómara lil anclavara viö gagnrj/ni. tveggja, Iivorsu nauðsynlegt það er, að dómari vandi dóma- samningu sína, svo sem kostur er, og hversu fræðimanni er hér vandfarið með „salt gagnrýninnar, það þarfa þjóð- félagskrydd", eins og þekktur rithöfundur hefur komizt að orði. 1 október 1953. Árni Tryggvason. Theodór B. Líndal: Járnið á Dynskógafjöru og málaferli um það. Sumarið 1952 varð sá sjaldgæfi og talsvert umtalaði atburður, að mikil málaferli hófust í Vestur-Skaftafells- sýslu. Deiluefnið var eigna- og, eftir atvikum, björgunar- réttur á hrájárni, sem varpað var fyrir borð úr e/s Persier í apríl—maí 1941. Málið vakti allmikla eftirtekt bæði af því, að um mikil verðmæti var deilt, málsefnið að ýmsu sérstætt, aðfarir nokkuð aðsópsmildar og málaferli sjaldgæf í Vestur- Skaftafellssýslu. Ritstjóri þessa tímarits hafði fyrir allöngu orð á því við mig, að nokkur frásögn af máli þessu gæti orðið til fróð- leiks, og væri ég réttur maður til þess að skrifa hana bæði vegna tengsla minna við ritið og kunnugleika á málinu, en ég var einn málflytjenda. Ég féllst á, að margt fróðlegt hefði komið fram í málinu og ætti ég bágt með að synja þessum tilmælum eins og á stæði. Hér verður þó mörgu sleppt og því, sem nefnt verður, eklíi gerð eins góð slcil og skyldi, enda ekki hægt, því að

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.