Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 23
Timarit lögfrœðinga 213 um um skip er beitt um loftför eða hafðar til fyrirmyndar um þau. Um muni, sem varpað væri úr loftfari því til björgunar, eru engar sérreglur. En reglurnar um vogrek mundu þar sjálfsagt taldar næstar til lögjöfnunar. Vörpun járnsins útbyrðis er ekki óáþekk. Og mér kemur aðeins eitt í hug, er mælir því í gegn, að eins sé farið að með járnið og vogrek. Til þess að reglurnar um vogrek eigi við þarf að vera svo ástatt um það, að ætla megi það eignarétti undirorpið. Verður síðar að því vikið. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið virðist eigna- réttur á munum, sem eins stendur á um og járnið, ekki verða leiddur af eignarétti á landinu. III. Réttur ríkisins. Sú meginregla, sem vikið er að hér að framan um almenninga, virðist styðja það mjög, að ríkið eignist einnig þá lausa muni, sem eigandi leiðir sig ekki að. Um fornleifar er þetta t. d. beint tekið fram, ef þær eru eldri en 150 ára, sbr. 3. sbr. 15. gr. 1. 40/1907, sbr. og 25. gr. 1. 42/1926. Nefna má og erfðalög nr. 42/1949 33. gr. Sé um að ræða forngripi eða fundið fé er og ríkinu ætlaður nokkur hluti, eins og áður er sagt. Tilsk. 4/5 1778, 8. gr. hnígur og í þá átt, sbr. áðurnefnda grein E. A. í Ulfljóti 2. tbl. 2. árg., bls. 10. Hér mundi 25. gr. 1. 42/1926 koma mjög til álita, sbr. að í'raman. Að þessu athuguðu virðist réttur ríkisins hér vera mun betri en réttur landeiganda. En hvort heldur væri, að ríkið, landeigandi eða reka- maður ætti beztan rétt, þá er eins veigamikils atriðis að gæta. öll þau ákvæði, sem nefnd hafa verið, bera vitni þeirri meginreglu, að eignaréttur fellur ekki, þótt hlutur týnist, eða lendi á glatstigum. Til þess að eignarétti Ijúki þarf það til, að hlutnum sé lýst opinberlega, frestur til inn- lausnar gefinn og eigandi gefi sig ekki fram, enda geti hluturinn borið áfallinn kostnað. Ákvæðin um reka eru þó að nokkru sérstæð. Hér er engri lýsingu til að dreifa. Áður en við þetta efni er skilið, verður þó að athuga, hvort telja bar járnið res derelicta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.