Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 35
Tímarit lögfræöinga 225 hugum landeigenda, að þeir ættu víðtækan rétt til þess, sem á landi þeirra er, eða berst þangað. Ákv. um reka, hval og fundið fé í jörðu veita þessari skoðun talsverðan styrk. Þegar þessa er gætt, svo og hegðunar vátryggjenda, virðist ekki hægt að finna að þeirri niðurstöðu hæstaréttar, að málskostnaður var látinn falla niður. Lokaorð. Þetta er orðið lengra en skyldi, og þó er mörgu sleppt, en annað of lauslega rætt. ^besendum mun þó vonandi Ijóst, að ýmislegt bar á góma, sem hugleiðinga er vert. Sumt fékk lausn, annað ekki. Oft veldur óvissa um rétt einstaklinga og ríkis málaferl- um. Sú óvissa stafar stundum af því, að ekki er svo farið í fyrstu, sem vera ber. En oft stafar hún af því, að óvíst er um réttinn. Dómurinn, sem hér er gerður að umtalsefni, sýnir, að þörf þótti auglýsingar og uppboðs. Vikið hefur og verið að því, að slíkt ber að gera lögum samkvæmt um ýmsa hluti, sem líkt stendur á um og járnið. Virðist því mega draga af þessu þá almennu ályktun, að þegar um muni er að ræða, sem vafasamt er, hver eigi, þá sé auglýsingareglan sjálfsögð. Og sé um verðmikla muni að ræða, uppboð eða öruggt mat á verði, því að ekki er alltaf víst, að lýsingin ein nægi til praeclusionar. Til athugunar kæmi einnig, hvort ekki væri þörf laga- setningar. Málaferlin urðu til þess, að nauðsynlegar björgunarað- gerðir töfðust mjög. Sú töf hefur valdið því, að aðstaða til björgunar hefur versnað. 1 upphafi þessa máls er að því vikið, hvernig til hagar á Mýrdalssandi, m. a. hættunnar af Kötlu. Hennar „tími“ er nú mjög í nánd, að því er reyndir menn og fróðir telja. Auk annarra erfiðleika bætist því hættan af henni við bæði fyrir menn og stórvirk tæki. Því má segja, að þótt málið sé að ýmsu fróðlegt, þá eigi hér við, að frá því hafi menn komið ríkari að reynslu, þótt reynslan væri dýr. Theodór B. Líndal. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.