Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 38
228 Skottulœlaiingar l íslenzkum lögum. eyjar-Lassi á 16. öld. Ýmsir íslenzkir menn hlutu og bart- skera- nafnið sakir lækninga-aðgerða sinna, enda hafa víst sumir þeirra verið inir þörfustu menn. Enginn hefur amazt við aðgerðum þeirra, hvorki löggjafinn né valds- menn, enda hefur almenningur átt hjá þeim svo til eina athvarfið, ef til iæknisaðgerða skyldi koma. Skottulækn- inga-hugtakið í lagalegri merkingu þekkist víst ekki hér á landi, fyrr en eftir stofnun landlæknisembættisins. C. Erindisbréf landlælcnis 19. maí 1760. Með konungsúrskurði 18. marz 1760 var landlæknis- embætti stofnað á landi hér. Erindisbréf ins fyrsta land- læknis, sem og tók til inna næstu eftirmanna hans, var gefið út 19. maí 1760. Verður þá í orði kveðnu sú milda breyting á löggjöf um lækningar, að „ingen om\öbere med medikamenter, lcvaksalvere eller ukyndige efterdags maa tillades at befatte sig med ind- eller udvorfes praksis, med- mindre de af provinzial-physico (þ. e. landlækni) ere exa- minerede og har dertil faaet hans tilladelse“. Ef nokkur „ulcyndig og uexamineret“ aðili fengist við lækningar („befandt sig med kurer“), þá skyldi hann sæta refsingu samkvæmt 30. gr. tilskipunar 4. des. 1672 um lækna og lyfsala. Þessi tilskipun var þó ekki þinglesin hér eða skráð í alþingisbók fyrr en árið 1773. Sjá Alþb. 1773 nr. 29. Refsing var ákveðin 100 ríkisdala sekt. Nú var hugtakið „slco,ttulæknir“ og „slcottulækningar“ komið í löggjöf landsins. Það hefur sjálfsagt verið öllum þeim, sem hér þekktu nokkuð til landshátta, fullkomlega ljóst, að allsherjarbann við lækninga-aðgerðum allra þeirra, sem ekki hefðu tekið próf og fengið lækningaleyfi, hlaut að koma mjög hart niður á landsmönnum, ef því væri strangiega fylgt í verki og framkvæmd. Það hefur og verið mönnum ljóst, að land- læknir gat ekki komizt yfir að sinna nema litlum hluta sjúkra landsmanna, og þá einkum þeim, sem heima áttu í grennd við hann. Fyrir því var landlækni gert skylt að kenna einum eða fleirum hæfum mönnum læknisfræði

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.