Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 53
Timarit lugfrœöinga 243 nr. 47/1932 mundi talca til tilvika þeirra, sem í 16. gr. getur. 3. Ef „læJcnir, scm elclci hefur sérfræðingsleyfi, Jcallar sig, auglýsir sig e'ða gefur d annan Jiátt í sJcyn, að Jiann sé sérfræðingur", þá verður hann sekur um skottulækningar. Er gert ráð fyrir því, að aðili hafi almennt lækningaleyfi. Ef svo er ekki, þá getur þetta atferli hans varðað við ákvæði 1. tölul. c). Nuddlæknir, sem auglýsti sig sérfræð- ing í taugasjúkdómum, mundi verða sekur við síðastnefnt ákvæði. Sérfræðingur, sem „gefur á sama Jiátt til Jcynna, að Jiann sé sérfræðingur í annarri grein en þeirri, sem hann hefur leyfi fyrir“, verður og sekur um skottulækn- ingar. Þessi ákvæði eru vitanlega ný í lögum hér á landi, enda voru 1911 engir viðurkenndir sérfræðingar, nema svo má segja, að raunverulega hafi verið um augnlækni og ef til vill geðveikralækninn á Kleppi. 4. „Ef læJcnir eða sá, sem læJcningaleyfi Jiefur, ráðleggur eða ávísar eða selur mönnum lyf í þýðingarlausu óJiófi eða aðeins til að auðga sjcdfan sig“, þá telst hann sekur um skottulækningar. Hugsast gæti, að maður, sem ekkert lækn- ingaleyfi hefur, yrði sekur um sama verknað, og kæmi þá til álita refsing honum til handa eftir analógíu hérgreinds ákvæðis, nema ákvæði b)-liðar í 1. tölul. þætti taka nægi- lega til brotsins. Brotamenn eru hér nefndir „læknir", sem tekur til allra, sem almennt lækningaleyfi hafa, sérfræð- inga og manna með takmörkuðu lækningaleyfi. Brot er fullframið með „ráðleggingu", „ávísun“ eða ,,sölu“ lyfs, hvort sem ráðleggingu er fylgt, ávísun notuð eða lyf notað. Refsiskilyrði er, að lyf sé ráðlagt, ávísað eða selt ,,í þýð- ingarlausu óJiófi“ eða „aðeins til þess að auðga sjálfan sig“. Orðið „óJwf“ felur það í sér, að lyfið sé óþarft með öllu eða óþarfi sé að ráðleggja, ávísa eða selja svo mikið af því sem læknir ætlast til. Lyf getur bæði átt við þann krankleika, sem læknir telur ganga að manni, eða ekki, þó að það mundi horfa til þyngingar, ef fráleitt þætti að nota slíkt lyf við þeim sjúkdómi sem aðili telst haldinn af. Ohófið er kallað „þýðingarlaust". Sennilega er með þessu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.