Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 54
244 Skottulcelcningar í íslenzlmm lögum. átt við það, að ofnotkun lyfsins sé eða mundi hvorki verða aðilja til bata né heilsuspillis. Ef ofnotkun lyfsins þykir leiða til heilsuspillis, þá getur atferli læknis haft í för með sér refsiábyrgð samkvæmt öðrum ákvæðum. Það er vitan- lega oft álitamál, hvað sé gei-t í hófi eða óhófi. Yrði dóm- ari um það að styðjast við álit lækna. Auðgunartilgangur hjá lækni er ekki refsiskilyrði, en ráðlegging, ávísun eða sala lyfs, sem ekki er ætlað að bæta úr neinni þörf, heldur einungis horfir til auðgunar lækni, mundi varða við þetta ákvæði eða ef til vill við 248. gr. hegningarlaganna. Þá telst það til skottulækninga, ef læknir eða sá, sem liefur lækningaleyfi, „ráSLeggur mönnum eSa framlcvæmir að ástæðulausu, nema þá sér til ávinnings, læknisaðgerð, annað hvort við sjúkdómi, sem aSgerðin getur bersýnilega eklci átt við, eða við sjúlcdómi, sem engin ástæða er til að gcra ráð fyrir, að viðkomandi sé haldinn af“. Ef maður, sem ekkert lækningaleyfi hefur, gerðist sekur um atferli það, sem hér greinir, þá gildir um það sú athugasemd, sem gerð var um fyrra tilvik þessa tölul. Brot er hér fullframið, þegar ráðlegging hefur verið veitt um læknisaðgerð, enda þótt ráðleggingin komi aldrei til framkvæmdar. Sá, sem ráðleggur, og sá, sem framkvæmir aðgerð, getur verið sitt hvor lælcnir, en getur auðvitað líka verið sami maður. Ráð- leggingin eða framkvæmd aðgerðarinnar verður að gerast „að ástæðulausu“. Svo er, ef hún á bersýnilega ekki við þeim sjúkdómi, sem viðkomandi er haldinn af, eða engin ástæða er til að halda, að hann sé haldinn af þeim sjúk- dómi, sem aðgerðin er ætluð við. Sjúkdómsgreining getur verið rétt, en aðgerðin óviðeigandi. En sjúddómsgreiningin getur verið röng, og aðgerðin þess vegna óviðeigandi. „Aðgerð" mun geta átt við framkvæmdir læknis í lælm- ingaskyni, bæði handlæknisaðgerðir og meðala og fyrir- mæli um háttsemi, nema óhóf í lyfjum, sem fyrra tilvikið tekur yfir. Lælcnir telur sjúkling sinn réttilega vera hald- inn af ristilbólgu, en lætur hann hafa meðöl eða ráðleggur honum mataræði, sem að áliti lækna getur bersýnilega ekki átt við. Þá gerist hann sekur við ákvæði þessa tilviks. Ef

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.