Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 11
merkinu, sem það hefur í háskólalögunum. Oi'Sið þýðir þar beinlínis sama sem lat. orðið universitas, sem allar menntaðar þjóðir hafa tekið upp til að tákna hinar æðstu menntastofnanir sínar......... Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1) að leita sannleikans í hverri fræðigrein fvrir sig, og 2) að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit, livernig þeir eigi að leita sannleikans i hverri grein fyrir sig. Með öðrum orðum: háskólinn er vísindaleg rannsókn- arstofnun og vísindaleg fræðslustofnun. I þessu samhandi get ég ekki bundizt þess að drepa á afstöðu háskólanna við landsstjórnina eða stjórnarvöld í hverju landi fvrir sig. Revnslan hefur sýnt, að fullkom- ið rannsóknarfrelsi og fullkomið kennslufrelsi er nauð- synlegt skilyrði fyrir því, að starf háskóla geti blessazt. ...... Enn hafa flestir háskólar hið þriðja markmið, og það er að veita mönnum þá undirhúningsmenntun, sem þeim er nauðjmleg, til þess að þeir geti tekizt á hend- ur ýms embætti eða sýslanir i þjóðfélaginu. Þetta starf háskólanna er mjög nytsamlegt fyrir þjóðfélagið. Það er ekki, eða þarf að minnsta kosti ekki að vera strang- vísindalegt heldur lagar það sig eftir þörfum nemend- anna. Góðir háskólar eru gróðarstöðvar menntalifs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstöðvar þjóðarinnar i bezta skilningi. Ot frá góðum háskólum ganga hollir andlegir straumar til hinna ungu menntamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðarlíkamans. Þessir straumar hafa vekjandi áhrif á þjóðernistilfinninguna, en haida henni þó i réttum skorðum, svo að hún verður ekki að þjóðdrambi eða þjóðernisremhingi. Sannmenntaður mað- ur elskar þjóðerni sitt og tungu, en hann miklast ekki af þjóðerni sínu, fyrirlítur ekki aðrar þjóðir né þykisl upp vfir þær hafinn. Slíkt er heimskra aðal. Yfir höfuð að tala, verður það andlega gagn, sem góðir háskólar vinna þjóð sinni, seint tölum talið eða mælt í ílátum. Tímarit lögfræðinga 0/

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.