Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 5
Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari: VERÐBÓLGA OG SAMNINGAR Á 28. þingi norrænna lögfræðinga, sem haldið var í Kaupmanna- höfn dagana 23.—25. ágúst 1978, var m.a. til umræðu viðfangsefnið „Inflation og tillempning af aftaler“. Að þingi loknu hripaði ég niður spjall það, sem hér fer á eftir. Tilgangurinn er að vekja umhugsun og umræður um þessi mál, sem nú eru mjög ofarlega á baugi manna á meðal. Líklega er ekki meira talað um neitt fyrirbrigði hér á landi en verð- bólguna. Flestir bölva henni, tala um verðbólgudraug og þess háttar, sumir blessa hana, en þó í hljóði. Því miður er lítið um öruggar skilgreiningar á því, hvað sé verð- bólga. Þær skilgreiningar, sem ég hef lesið eftir íslenska hagfræðinga, eru ekki skýrar. Ef þetta er rangt, þá má vænta þess, að Tímarit lög- fræðinga gefi þeim rými fyrir andsvar. I þessu spjalli mun við það miðað, að verðbólga sé hækkun almenns verðs neysluhluta, sem venjulega hefur í för með sér keðjuverkandi hækkun verðs á vöru og þjónustu í peningum talið, svo og gengislækk- un eða gengissig. Um er að ræða fyrirbrigði, sem einstaklingar ráða yfirleitt ekki um. Hér fyrir utan fellur því venjuleg verðhækkun, sem bundin er við einstakt viðskiptasvið. Verðbólgan er ekki nýtt fyrirbrigði. Verður ekki betur séð, en hún hafi alla tíð fylgt sæmilega fastmótuðum þjóðfélögum. Flestir Islend- ingar þekkja söguna um Haraldssláttu, þegar Haraldur konungur harð- ráði blandaði eir í silfur það, sem hann galt leiguhermönnum sínum í mála. Hér hefur greinilega verið um gengissig eða gengisfellingu að ræða, ráð til að komast fram hjá áhrifum verðbólgu, sem verið hefur í landinu. Þetta ráð þekkja Islendingar vel. Reyndar virðist verðbólga og ýmis ráð gegn henni hafa verið fyrirbrigði, sem alltaf hafa þekkst 99

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.