Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 9
Jafnframt var gerð hliðstæð breyting á lögunum um afborgunar- kaup, 34. gr. laga um vátryggingarsamninga var felld úr gildi, svo og ákvæði í lögunum um skuldabréf. Hins vegar var ekki gerð breyting á kaupalögunum. Það athugast að í Svíþjóð eru ekki hömlur við verðtryggingar- ákvæðum í fjárskuldbindingum. 4. Noregur. Með lögum nr. 36/1974 var gerð breyting á kaupaiög- unum norsku. Það sem hér skiptir máli, er 1. gr. kaupalaganna, sem eftir breytinguna hljóðai' svo: „Bestemmelsene i denne lov fár bara anvendelse for sá vidt ikke annet er uttrykkelig avtalt eller má anses inneholdt i avtalen eller folger av handelsbruk eller annen sedvane, med mindre det er særskilt fastsatt i loven at en bestemmelse skal være ufravikelig. En avtalebestemmelse kan helt eller delvis sættes til side for sá vidt det ville virke urimelig eller være i strid med god forretn- ingsskikk á gjöre den gjeldende handelsbruk eller annan sedvane. Loven gjelder ikke kjop av fast ejendom“. I Noregi eru ekki hömlur við því, að verðtryggingarákvæði séu í samningum. 5. ísland. Hér á landi hafa ekki verið sett lög þess efnis, að almennt megi víkja til hliðar samningum að nokkru eða öllu leyti, þótt orðnir séu ósanngjarnir og óþolandi vegna utanaðkomandi áhrifa. Sérreglur samningalaga, kaupalaga, vátryggingarsamningalaga og annarra sér- laga er ekki ástæða til að rekja hér, en rétt er að benda á, að hér á landi hafa ekki verið sett lög um afborganakaup. Hinsvegar er rétt að benda hér sérstaklega á lög nr. 71/1966 um verðtryggingu fj árskuldbindinga. Eins og ljóst er af því, sem að framan er rakið, er löggjöf þessi öll svo tiltölulega ný á Norðui’löndum, að dómavenjur hafa ekki myndast þannig, að öruggar séu. 1 þessu sambandi er gaman að skoða íslenskan hæstaréttardóm. Eins og kunnugt er gilti sú regla fyrr á öldum, að kaupmenn, sem ætluðu að búsetja sig í verslunarstað, áttu rétt á að fá útmælda lóð til leigu undir verslunarhús sín. Árið 1861 fékk kaupmaður einn mælda út og leigða til óákveðins tíma lóð í kaupstað einum. Árleg leiga var ákveðin 45 ríkisdalir, sem við myntbreytinguna jafngilti 90 krónum. Á árinu 1911 var smávegis bætt við lóðina og leigan hækkuð í 100 krónur á ári. Á árinu 1947 óskaði landeigandi eftir því, að leigufjár- hæðin yrði hækkuð eftir mati dómkvaddra manna. Vitnaði hann til 103

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.