Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 10
þess, að á árinu 1917 hefðu verið sett lög þess efnis að landeigandi gæti óskað þess, að leigufjárhæðin væri endurmeti á 10 ára bili þegar land væri leigt til óákveðins tíma. Hæstiréttur féllst á þá skoðun, að landeigandi ætti rétt á að fá leiguna hækkaða. Segir í dóminum: „Þar sem réttur landeiganda til að segja upp lóðarnotunum var mjög tak- markaður og leigutími ótakmarkaður þá þykja ákvæði samningsins um leigugjaldið ekki eiga að binda leigusala um ófyrirsjáanlegan tíma“. (Hrd. 1951 bls. 29B). Er nokkuð forvitnilegt með hliðsjón af síðari þróun að bera dóm þennan saman við norska Madla-dóminn frá 1958 (NRt. 1958 bls. 529), en þar segir frummælandinn Eckhoff hæstaréttardómari um svipað tilvik: „I det tilfelle som det foreliggende er det ikke rettlig hjemmel for at regulere det avtalte vederlag under henvisning til den alminde- lige prisstigning". n. Hér að framan hefur verið rakið í örfáum dráttum, hvernig þessum málum er nú skipað á Norðurlöndum. Þrátt fyrir verðbólgu og önnur fjárhagsvandræði, þá er nauðsynin til samningagerðar á fjármuna- sviðinu ekki minni í dag en hún hefur verið. Þrátt fyrir verðbólgu- gengissig og gengisfall, verður fjármálastarfsemi að halda áfram. Á þeim vettvangi eru allir háðir hver öðrum, einstaklingar, lögaðilar, stéttir, þjóðir og riki. Það verður að hafa að leiðarljósi, að almennt séð eigi menn að halda gerða samninga. m. 1. Fyrst þarf að athuga, livort raunverulega sé nauðsyn á sérstakri löggjöf eða aðgerðum af þjóðfélagsins hendi til þess að hamla á móti áhrifum verðbólgunnar á samninga. Taka verður sérstaklega fram, að hér er ekki átt við okur, nauðung og aðra misbeitingu. Bent er á, að verðbólga sé hluti af daglegu lífi okkar, sem reikna verði með í öllum okkar gerðum á fjármálasviðinu. Flestir hagfræð- ingar telja, að við hér í Vestur-Evrópu megum vænta þess, að verð- bólga haldi áfram í þessum heimshluta og fari jafnvel vaxandi. Við verðum því að haga lífi okkar samkvæmt því. Engin brýn ástæða sé því til sérstakrar löggjafar af þessu efni og engin ástæða til að skerða samningafrelsið. Á hinn bóginn er ljóst, að samningur, sem var bæði skynsamlegur og eðlilegur, þegar hann var gerður, getur á skömmum tíma orðið ósanngjarn og óþolandi fyrir samningsaðila af völdum verðbólgunnar. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.