Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 13
ekki að hækka vextina upp í 21% ársvexti? 1 þessu tilviki er rétt að horfa á það að ætla verður, að A hafi haft mun betri aðstæður til að áætla þróun peningamála í framtíðinni, og undir venjulégum kring- umstæðum mundi B teljast neytandi. Þarna eru vextirnir orðnir ósann- gjarnir til hagsbóta þeim, sem venjulega er ekki talinn neytandi. Tök- um annað dæmi: A skuldbatt sig til að selja B ákveðið magn af sementi í 10 ár á föstu verði, sem var hið venjulega markaðsverð, þegar samn- ingurinn var gerður. Segjum að báðir aðilar séu jafnt settir að því er aðstöðu verðar, hvorugan sé hægt að telja neytanda í skilningi finnsku laganna. Á fimm árum tvöfaldast verð á sementi. Krafist er, að dómstólarnir breyti þessum samningi. Hvernig á að gera það? Á að minnka sementsafgreiðsluna frá A um helming eða á að tvöfalda verðið, sem B á að greiða. 1 þessu dæmi er rétt að hafa það í huga, að við það var miðað í upphafi, að báðir aðilar hefðu jafna aðstöðu til að meta þróunina í framtíðinni. Ef tekið er þriðja dæmið um, að gerð- ur hafi verið samningur til langs tíma árið 1975. Vegna verðbólgunn- ar gæti samningurinn á árinu 1978 verið orðinn mjög ósanngjarn og óþolandi fyrir annan aðilann, þótt hann væri sanngjarn, þegar hann var gerður. Miðum við, að dómstólar hefðu leiðrétt samninginn á árinu 1978 eftir svipuðum hugmyndum og fram komu í dönsku lagareglunni. Verðbólgan heldur áfram, og 1982 er samningurinn aftur orðinn ósann- gjarn og óþolandi. Verða dómstólarnir þá að breyta samningnum í annað sinn? Ekki er þetta einfalt í vöfum. 5. Lagareglur geta verið fallegar á blaði, en framkvæmdaerfiðleikar og önnur atriði geta haft í för með sér, að þær séu þýðingarlausar og nái ekki markmiði sínu. Til þess, að reglurnar um heimild dómstóla til að víkja til hliðar samningum að nokkru eða öllu leyti vegna verð- bólgu verði til verulegs gagns, þarf að beita þeim. Ef reglum þessum er mikið beitt, má vænta þess, að það orsaki aukið vinnuálag fyrir dómstólana, en minnast mega menn þess, að í dag ráða dómstólarnir varla við þá málamergð, sem yfir þá dynur. Þess er enn að minnast, að dómstólaleiðin er bæði seinfarin, erfið og oft dýr. Þetta hefur það í för með sér, að ástæða er til að ætla, að mál í þessum flokki myndu ekki koma til dómstóla nema verulegir hagsmunir væru í veði eða um að ræða fjárhagslega sterka aðila, sem hefðu ráð á því að fara dóm- stólaleiðina, þótt seinfær sé og dýr. Hætt er við, að sá sem hefur erfið- ari þjóðfélagsaðstöðu, yrði að sitja með sinn samning óleiðréttan. Þetta eru atriði, sem hafa verður í huga, verði farið inn á þessa braut hér á landi. Það er ljóst, að lagareglur ráða ekki bót á öllu böli og óréttlæti. 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.