Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 14
IV.
Þótt hér hafi aðallega verið dregnar fram hinar dökku hliðar og
erfiðari á lagareglum þeim, sem hér er um rætt, má ekki gleyma því,
að í lagareglum þessum felst nokkur vernd, sem alls ekki er þýðingar-
laus. Hvað gera skuli, er mikið deilumál, en með hliðsjón af tilgangi
spjalls þessa, þá get ég sett fram mínar skoðanir á því, hvernig eðli-
legast er nú að skipa þessum málum:
1. Nauðsynlegt er að takmarka samningsfrelsið verulega með hlið-
sjón af áhrifum verðbólgu.
2. Verðtrygging fjárskuldbindinga verði einungis leyfð í stórum
verksamningum, er gildi nokkuð langan tíma, og ennfremur í opin-
berum lánasamningum.
3. Dómstólunum verði veitt almenn lagaheimild til að víkja til hliðar
að nokkru eða öllu leyti samningum, sem eru orðnir ósanngjarnir eða
óhæfir vegna verðbólguþróunar. Þessari heimild geti dómstólar beitt
án tillits til þess, hverjir samningsaðilar eru.
4. Dómstólarnir verði styrktir, svo að þeir ráði við hin auknu verk-
efni, sem af þessu leiða. Líklega er það mesta nauðsynin.
108