Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 17
Árið 1959 var sett á stofn Jafnlaunaráð í Noregi, en það var lagt niður 1972 við stofnun Jafnstöðuráðsins. Árið 1977 var síðan sett á stofn sérstök deild í Neytendaráðuneytinu, sem fer með málefni, sem snerta fjölskyldur og jafnrétti. I Finnlandi og Svíþjóð voru skipaðar Jafnréttisnefndir árið 1972. Árið 1973 var sett á stofn Jafnlaunaráð hér á landi, sem lagt var niður 1976, þegar Jafnréttisráð var skipað. 1 Danmörku var stofnað Jafnstöðuráð árið 1975. Norræna ráðherra- nefndin kom á samvinnu milli þessara jafnréttisráða með skipan sam- starfshóps um jafnréttismál. 1 þessum samstarfshópi eiga sæti einn maður frá hverju Norðurlandanna og eru haldnir fundir nokkrum sinnum á ári og skipst á upplýsingum um jafnréttismál auk þess sem hópurinn vinnur að sameiginlegum verkefnum. III. SKILGREINING Á JAFNRÉTTI O.FL. I rauninni eru ákaflega skiptar skoðanir á því, hvað átt sé við, þegar talað er um jafnrétti kynjanna. Þegar talað er um löggjöf gegn kynjamisrétti, þá stöndum við frammi fyrir því að skilgreina, hvað kynjamisrétti sé. Almennt bann gegn mismunun kynjanna virðist fela í sér, að ekki megi fara verr með einn mann frekar en annan vegna kynferðis hans. En ef einhver er meðhöndlaður betur en annar vegna kynferðis síns þá hefur það oftast óbeint í för með sér að annar maður af gagnstæðu kyni er verr meðhöndlaður. Þetta þýðir því, að öll sérmeðferð á karli eða konu er andstæð jafnréttishugsjóninni. Það eru allir sammála því, að sérmeðferð, sem á rót sína að rekja til líffræðilegs mismunar kynjanna, er ekki andstæði jafnréttissjón- armiðinu. Það er hægt að orða það þannig, að það eru meiri hagsmun- ir bundnir við það að vernda líf og heilsu móður og fósturs heldur en þeir hagsmunir, sem bundnir eru við jafnrétti kynjanna. Með formlegri mismunun er átt við það, þegar það kemur fram í lögunum sjálfum, að það eigi að mismuna eftir kynferði, (t.d. 12. gr. laga nr. 20/1923). Með raunverulegri mismunun er átt við það, þegar lagaregla hefur í raun mismunandi áhrif fyrir konur og karla t.d. hlutfall kvenna á Alþingi, en þær eru aðeins 5% alþingismanna, en engin formleg mis- munun hefur verið frá 1920, þegar konur fengu kjörgengi til Alþingis til jafns við karla. Með programlöggjöf er átt við almennar yfirlýsingar um jafnrétti karla og kvenna. Slík yfirlýsing er t.d. í stjórnarskrá Sovétríkjanna. 111

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.