Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 20
IV. HVAÐA AÐFERÐIR ERU BESTAR
TIL AÐ VINNA AÐ FRAMGANGI JAFNRÉTTIS?
Það er staðreynd, að konur eru í minnihluta á Alþing'i, sveitar-
stjórnum, stjórnum og nefndum á vegum hins opinbera og einkafyrir-
tækja.
Það er staðreynd að karlar hafa meiri starfsmenntun en konur.
Það er staðreynd að atvinnulíf landsins greinist í ákveðin kvenna-
störf og karlastörf, og að kvennastörf eru lægra launuð en karlastörf.
Það er einnig staðreynd, að ábyrgð á heimilisstörfum og barnagæslu
lendir í langflestum tilvikum á konunni.
Þrátt fyrir lagalegan rétt, skipa konur á mörgum sviðum ekki sama
sess og karlar og veldur þar miklu um hin rótgróna og hefðbundna
hlutverkaskipting kynjanna í þjóðfélaginu, án þess að aðilar eigi í raun
og veru nokkurt val. Það er því mikilvægt verkefni fyrir stjórnvöld að
reyna að breyta þessu ástandi.
Jafnréttislöggjöf afnemur beina formlega mismunun kynjanna. En
löggjöf gengur lika lengra. Löggjöfin hefur, þegar fram líða tímar, áhrif
í þá átt að breyta viðhorfi almennings til hlutverkaskiptingar kynjanna.
Það er ekki unnt að ná fram fullu jafnrétti kynjanna nema átak
sé gert á mörgum sviðum. Þetta gerist ekki á skömmum tíma, heldur
er það langtímaverkefni að breyta aldagömlum viðhorfum hjá heilli
þjóð. Það gerist aðeins ef allir vinna að sama marki. Þá á ég ekki að-
eins við löggjafarvaldið og stjórnvöld, heldur einnig aðila vinnumark-
aðarins, félagssamtök og hinn almenna borgara.
Mönnum er ljóst, að hin hefðbundnu viðhoi’f manna til jafnréttis-
mála eiga rót sína að rekja til uppeldisins. Menntun, sérstaklega
menntun kvenna, og fjárhagslegt sjálfstæði, hefur einnig sitt að segja.
Það er því á þessum sviðum, uppeldis, menntunar og atvinnulífs, sem
mest þörf er á að vinna að jafnrétti kynjanna.
Uppeldi og menntun.
Það er orðið langt síðan franski stjórnmálamaðurinn og heimspek-
ingurinn Rousseau skrifaði bók sína um menntunina, en hún kom út
árið 1762. Sú bók hefur verið kölluð brautryðjendaverk í sögu upp-
eldismála, því að hann kom þar fram með alveg nýtt sjónarmið, þ.e.
barnið átti að vera miðpunkturinn, það átti að miða upþeldið við full-
mótun persónuleikans. En það var einn hængur á. Uppeldisskoðanir
Rousseaus áttu aðeins við um helming barna, þ.e. drengi. Uppeldi
114