Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 23
um jafnréttismál á flestum sviðum þjóðfélagsins, sérstaklega í kennslu-
málum, fjölmiðlum og atvinnumálum. Með upplýsinga- og ráðgjafar-
starfsemi er hægt að hvetja konur til að afla sér meiri menntunar og
þar með fá betur launaða vinnu.
Framfærslureglur.
Á flestum sviðum er búið að afnema formlega mismunun kynjanna.
Eins og minnst var á hér að framan, hefur verið viss mótsögn milli
annarsvegar löggjafar á sviði sifjaréttar, þar sem jafnræði ríkir milli
hjóna hvað snertir skyldur og réttindi, og hinsvegar annarrar lög-
gjafar, þar sem litið hefur verið á karlmanninn sem framfæranda fjöl-
skyldunnar, eins og gert hefur verið í skattalögum.
Framfærslureglur norrænnar hjúskaparlöggjafar gera engan laga-
legan mun á eiginmanni og eiginkonu.
Framfærandahugtakið hefur sætt mikilli gagnrýni á seinni árum.
Margir líta svo á, að núgildandi reglur um gagnkvæma framfærslu-
skyldu hjóna viðhaldi þjóðfélagsástandi, þar sem konur afli aðeins
tekna í litlum mæli. Menn segja sem svo, að fyrst konur krefjist jafn-
réttis til menntunar og atvinnu til jafns við karla, þá verði að afnema
þá vernd, sem þeim er búin með framfærslureglunum, þannig að fram-
færsluskyldan verði einungis bundin við börnin.
1 hjúskaparlögum Norðurlanda eru reglur um framfærslueyri með
maka eftir skilnað að borði og sæng og lögskilnað. Island hefur nokkra
sérstöðu, hvað þetta snertir, þar sem það hefur alltaf verið hrein
undantekning hér á landi, að úrskurðaður hafi verið framfærslueyrir
með maka eftir lögskilnað. Ég er sammála því, að stefna beri að því
að afnema reglur um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna, en tel þó,
að nauðsynlegt sé að halda þeim reglum fyrst um sinn, m.a. með tilliti
til þess, að fjöldi giftra heimavinnandi kvenpa er útliokaður frá at-
vinnulífinu af ýmsum ástæðum, s.s. vegna menntunarskorts, skorts
á dagheimilum o.fl.
Áður en unnt er að afnema framfærsluskyldu milli maka, verða að
gerast þær breytingar innan fjölskyldunnar og þjóðfélagsins, að hjóna-
bandið virki ekki í raun meira letjandi á aflahæfni kvenna en karla.
V. MANNRÉTTINDAÁKVÆÐI STJÓRNARSKRÁRINNAR.
í stjórnarskrám allra Norðurlanda eru ákvæði sem vernda viss
grundvallar mannréttindi.
Það vaknar því óhjákvæmilega sú spurning, hvort löggjöf, sem
117