Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 24
bannar mismunun kynjanna, brjóta í bága við sum þessara mann-
réttindaákvæða stjórnarskrárinnar. Þau ákvæði, sem hérna koma helst
til greina, eru ákvæðin um rit- og tjáningarfrelsi og funda- og félaga-
frelsi.
Það er ljóst, að ekki má takmarka tjáningarfrelsið með lögum. Bann
gegn starfsauglýsingum fyrir annaðhvort kynið virðist ekki brjóta
í bága við tjáningarfrelsið. Tilgangur starfsauglýsinga er eingöngu
sá að koma á sambandi milli vinnuveitenda og þess, sem leitar vinnu.
Bann gegn auglýsingum, sem geti orðið öðru kyninu til minnkunar
eða lítilsvirðingar felur í sér vissa takmörkun á tjáningarformi. Átt er
við auglýsingar, til að selja vöru eða þjónustu. Það er greinilega þörf
á slíku auglýsingabanni. Að mínu mati brýtur slíkt bann ekki gegn
ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeir hagsmunir, sem í húfi eru, þ.e., að
jafnrétti kynjanna komist á í reynd, virðast vera meiri, en þeir hags-
munir auglýsanda að nota sérstakt orðaval í auglýsingu. Aðrar tak-
markanir á tjáningarfrelsi finnast í lögum, t.d. bann gégn auglýsing-
um um tóbak og áfengi.
Islensku lögin brjóta heldur ekki gegn félagafrelsi, því að skemmti-
og mannúðarfélög falla utan laganna, og er ætlast til að félögin breyti
sjálf samþykktum sinum með tíð og tíma og heimili báðum kynjum
aðgang.
VI. ER ÆSKILEGT AÐ HAFA LÖGGJÖF
UM JAFNRÉTTI KYNJANNA?
I stjórnarskrám Norðurlandaþjóðanna eru ekki bein ákvæði um jafn-
rétti karla og kvenna. Sumar þeirra íhuga að setja stefnuyfirlýsingu
um iafnrétti kvnjanna í stjórnarskrá.
Slík stefnuyfirlýsing getur haft áhrif á túlkun dómstóla og stjórn-
valda í málum sem til þeirra berast. En það hefur meiri þýðingu að
hafa j afnréttislög, sem kveða á um rétt einstaklings til að leita réttar
síns, ef á honum er brotið í þessum málum.
Á einu sviði þjóðfélagsins er erfitt að framfylgja jafnréttislöggjöf,
en það er innan veggja heimilisins. Þar geta stjórnvöld yfirleitt ekki
látið til skarar skríða. Margir telja þetta einn mesta ókostinn við jafn-
réttislöggjöf, því að ósjaldan sé það einmitt innan ve'ggja heimilisins
sem mest gætir misréttis kynjanna.
Engu að síður tel ég að jafnréttislöggjöf muni hafa gagnleg áhrif
innan veggja heimilisins, þegar fram líða tímar. Ég tel, að almenn
jafnréttislög muni hafa mikil áhrif í þá átt að breyta viðhorfi almenn-
118