Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 31
böndum ríki nokkur vafi um, hvað teljist til hjúskapareignar hvors hjóna. Þessar breyttu reglur um skattlagningu hjóna hafa, eins og liggur reyndar í augum uppi, í för með sér nokkra röskun á skattbyrði hjóna innbyrðis. Eru það fyrst og fremst eiginkonur, sem unnið hafa fyrir verulegum launatekjum utan heimilis, sem tapa á breytingunni, enda hafa þær fram að þessu notið mesta hagræðisins af 50% frádráttar- reglunni. Reglunum um skattlagningu barna er einnig breytt. Skv. eldri lög- um var meginreglan sú, að börn voru ekki sjálfstæðir skattaðilar og skyldu tekjur þeirra og eignir skattlagðar með tekjum og eignum for- eldranna. Þó gátu foreldrar farið fram á sérsköttun barns, færu tekjur þess fram úr tilteknu marki,'sem er 80.500 kr. á árinu 1978. Þrátt fyrir sérsköttun barnsins teljast þó þessar 80.500 kr. með tekjum foreldr- anna. Þessi regla eldri laga leiðir til þess, að fyrstu tekjur barnsins hafa verið skattlagðar þyngst, venjulega í 40% skattstiga með tekjum foreldranna. Umframtekjurnar hafa hins vegar almennt ekki verið skattlagðar. Tekjur sérskattaðra barna hafa því skv. lögum nr. 68/1971 með síðari breytingum verið skattlagðar með stiglækkandi tekjuskatti. Lög nr. 40/1978 gera ráð fyrir því, að tekjur barna, sem eru á fram- færi foreldra sinna, stjúpforeldra, kjörforeldra eða fósturforeldra, séu alltaf skattlagðar með tekjum foreldra, og engin heimild er almennt til sérsköttunar bama. Hins vegar skulu launatekj ur barnanna skattlagðar hjá þeim sjálfum með sérstöku 5% skatthlutfalli, en barnið nýtur hins vegar ekki persónuafsláttar. Eignir barns skulu skattlagðar með eign- um foreldra. Frádráttarliðum fækkar nokkuð skv. hinum nýju lögum. Ekki er þó gengið eins langt í því efni og gert var í fyrra frumvarpi, en þá var lagt til, að flest allir frádráttarliðir yrðu felldir niður en afsláttai’liðir teknir upp í stað fáeinna þeirra. Meðal þeirra frádráttarliða, sem niður eru felldir, má fyrst nefna fi’ádrátt 50% af launatekjum útivinnandi eiginkvenna. Að þessu ati’iði hef ég þegar vikið. Nam þessi frádráttar- liður samtals ríflega 8 milljörðum króna á framtölum á árinu 1977. Aði’ir mikilvægir frádráttai’liðir, sem niður verða felldir, eru þeir liðir, sem tengst hafa íbúðarhúsnæði, sem skattaðili á og notar til eigin þai’fa. Skv. nýju lögunum skal eigin húsaleiga ekki teljast til tekna, en jafnfi’amt verður felld niður frádráttai’heimild végna fasteigna- gjalda, viðhaldskostnaðar og fyrningar þessa húsnæðis, svo og aði’ir frádráttai’liðir tengdir húsnæðinu. 1 framtölum ái’sins 1977 námu heild- ai’tekjur vegna í’eiknaði’ar leigu af eigin íbúðai’húsnæði 8,2 milljörðum 125

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.