Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 33
vikufjölda á sjó, eru sameinaðir í einn frádráttarlið, sem miðast við til- tekna upphæð fyrir hvern dag, sem lögskráður maður telst stunda sjómannsstörf. Þá eru í lögunum breytt ákvæði um námsfrádrátt. 1 stað námsfrá- dráttar skv. matsreglum ríkisskattstjóra, sem verið hefur mishár eftir því við hvaða skóla námið hefur verið stundað, kemur frádráttur, sem nemur helmingi af launatekjum námsmanns. Þessi frádráttur sætir þó hámarki, sem er 260 þús. kr. Reglum um meðferð arðs er breytt. Er móttekinn arður frádráttar- bær í hendi viðtakanda, fari hann ekki fram úr 10% af nafnverði hvers hlutabréfs. Þessi frádráttarheimild sætir þó hámarki, er nemur 250 þús. kr. hjá einstaklingi. Samhliða þessari breytingu er frádráttar- bærni úthlutaðs arðs hjá félaginu skert, þannig að í stað þess að heimila frádrátt úthlutaðs arðs allt að 10% af nafnverði hlutafjár í hendi fé- lagsins, verður einungis helmingur úthlutaðs arðs úr hlutafélögum frádráttarbær frá tekjum félagsins, og þessi frádráttarheimild félags- ins takmarkast þar að auki við 5% af nafnverði hlutafjár. Þau ákvæði, sem gilt hafa hér á landi um heimild til að draga úthlutaðan arð frá tekjum félags, tíðkast ekki hjá grannþjóðum okkar. Með vaxandi hlutafjáreign erlendra aðila í fyrirtækjum, sem starfrækt eru hér á landi, var eftir eldri reglum hætta á því, að hagnaður þessara fyrir- tækja kæmist nær óskattlagður úr landi. Félagið gat skv. eldri lögum dregið hinn úthlutaða arð að fullu frá sínum tekjum, og hann var því ekki skattlagður hjá félaginu hér á landi. 1 samningaviðræðum við aðrar þjóðir hefur reynst mjög erfitt að ná samkomulagi um meira en 5 til 15% skattlagningu á úthlutuðum arði í hendi hins erlenda eiganda hlutafjárins og viðtakanda arðsins, enda gera fyrirmyndir OECD að tvísköttunarsamningum, sem almennt eru lagðar til grundvallar við gerð slíkra samniriga, ekki ráð fyrir hærri skattlagningu arðs í hendi viðtakanda í þessum tilvikum. Auk þess sem ég hef þegar getið, eru með lögunum gerðar fjölda margar aðrar breytingar á skattlágningu einstaklinga, og yrði of langt mál að rekja þær allar hér. Þó vil ég ekki láta hjá líða, áður en ég skil við þennan þátt málsins, að geta þeirra breyttu reglna um barnabætur, sem í lögunum felast. Eru þær tvenns konar. Annars vegar er lagt til, að barnabætur með börnum undir skólaskyldualdri verði hærri en með öðrum börnum, og hins vegar, að barnabætur með börnum einstæðra foreldra verði 40% hærri en barnabætur til annarra. Ástæðan fyrir þessari hækkun barnabóta til einstæðra foreldra er sú, að hingað til hefur verið tekið tillit til sérstöðu einstæðra foreldra með því að veita 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.