Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 37
breytt með verðbreytingarstuðli, sem miðast við breytingar á meðal- tali vísitölu byggingarkostnaðar milli ára. Fengnar fyrningar skulu á sama hátt árlega hækkaðar með verðbreytingarstuðli fyrningarárs- ins. Með þessari aðferð hækkar fyrningarstofninn í samræmi við hækk- anir á vísitölu byggingarkostnaðar. Er þessari fyrningu af endurmats- verði ætlað að koma í stað reglulégra fyrninga, flýtifyrninga og verð- stuðulsfyrninga eldri laga. Andstætt því sem hingað til hefur gilt, er engin lágmarksfyrning tiltekin í lögunum, og heimilt er að nota árlega leyfða fyimingu til fulls á kaupári eignar en enga á söluári henn- ar. Þá er gert ráð fyrir 10% niðurlagsverði lausafjár og mannvirkja eins og verið hefur. 1 bráðabirgðaákvæði er heimilað endui'mat á þeim fyrnanlegu eignum skattaðila, sem eru í eigu hans við gildistöku lag- anna. Skal þetta eins skiptis endurmat miðast við breytirigu á meðaltali vísitölu byggingarkostnaðar frá kaupári eða árinu 1964, ef eignin er keypt fyi’ir þann tíma, til ársins 1979. Andstætt því sem gildir um endurmat fenginna fyrninga eftir gildistöku laganna skulu allar fengn- ar fyrningar vegna þessara eigna fi'am til ársins 1979 hækkaðar með stuðli kaupárs eignai'innar, en ekki með stuðli fyrningai’ársins. Breyt- ingin hefur þess vegna ekki í för með sér, að þær eignir, sem fyi'ndar hafa verið til fulls, rakni aftur til fyrninga. Þá er í ákvæði til bráðabirgða heimild til að nota fasteignamatsverð mannvirkis að fi'ádreginni framreiknaðri flýtifyrningu eða söluhagn- aðai'fyrningu, í stað fi’amreiknaðs stofnverðs mannvii'kisins og fram- reiknaðra heildarfyrninga af því, óski gjaldandi þess heldur. Þessi fi'amreikningur leiðréttir fyrrgreinda skekkju þannig, að hin fyi'nan- lega eign fæst færð til gjalda á raungildi hins upprunalega kostnaðar- verðs. En hafi eignin að hluta til eða öllu leyti verið fjái'mögnuð með lánsfé, virðist einnig eðlilegt að taka tillit til vei'ðrýrnunar þess. Fjáx’- magnskostnaður er skv. lögunum frádráttarbær að fullu, hvort sem hann er í formi vaxtagjalda, vei’ðbóta eða gengistaps. Ef ekkei't væri að gert, myndu í'ekstrai'aðilar því fá tekið tillit til verðrýi'nunar krónunn- ar við ákvörðun fyi'ninga, en það hagræði, sem verðbólgan hefur í för með sér fyrir þá í formi lækkunar á í'aungildi lána, sem notuð hafa verið til f jármögnunar fyrnanlegra eigna, yrði ekki talið þeim til hagræðis. Til leiðréttingar á þessu atriði eru í 44. og 45. gr. láganna sett fram skei'ð- ingarákvæði til að skerða hlut þeirra, sem fjármagna fyrirtæki sín með lánsfé. í þeim tilvikum, sem skuldir skattaðila í heild fai'a fram úr öði'- um en fyrnanlegum eignum hans, er gert ráð fyrir því, að fyman- legar eignir séu að hluta til fjái'magnaðar með lánsfé. Skerðing á fyrn- ingum er síðan reiknuð út fi'á þessum mismun eigna og skulda. Reiknað 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.