Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 44
VERKSVIÐ RANNSÓKNARLÖGREGLU RlKISINS Rannsóknarlögreglu ríkisins er samkvæmt lögum ætlað að fara með lögreglurannsóknir brotamála. Verksvið er því mjög víðfeðmt. I 6. gr. laga 108/1976 eru þó ákveðin verkefni undanskilin. Sérstökum rann- sóknarlögregludeildum við embætti lögreglustjóra í umdæmum þar sem rannsóknarlögregla ríkisins fer með lögreglurannsóknir brota- mála er falið að rannsaka: 1. Umferðarslys og brot á umferðarlögum. 2. Brot á lögreglusamþykktum. 3. Bi-ot á áfengislögum, önnur en þau, er varða ólögmætan innflutn- ing áfengis. 4. Brot á lögum um tilkynningar aðsetursskipta. 5. Aðra málaflokka, sem ákveðið kann að vera í reglugerð að fela viðkomandi lögi’eglustjórum. Samkvæmt reglugerð nr. 253, 29. júní 1977 um samvinnu og starf- skiptingu milli lögreglustjóra og rannsóknarlögreglu ríkisins er rann- sóknadeildum þessum ennfremur falið að annast rannsókn eftirgreindra málaflokka að því marki sem lögreglurannsókn fer fram í þeim: 1. Veiðilaga- og friðunarlagabrota. 2. Bret á skotvopnalöggjöf. 3. Brot á iðnlöggjöf. 4. Brot á byggingalöggjöf. 5. Brot á lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. 6. Brot á heilbrigðisreglugerð. 7. Brot á veitingalöggjöf. 8. Brot á staðbundnum reglugerðum og samþykktum. 9. Eftirgreind brot á almennum hegningarlögum: Nytjastuld á ökutækjum, ökugjaldssvik, minni háttar líkams- meiðsl, minni háttar eignaspjöll. 10. Mál til brottnáms ólögmæts ástands. 11. önnur mál eða málaflokka, þar sem viðurlög við broti geta eigi farið fram úr sektum, og rannsóknarlögreglustjóri ríkisins á- kveður, að höfðu samráði við viðkomandi lörgeglustjóra. Rannsóknarlögregludeildunum er loks falið að hafa umsjón með vörslu óskilamuna og stjórna leit að týndu fólki, enda sé leitin ekki þáttur í rannsókn brots, en jafnan skal rannsóknarlögreglustjóra til- kynnt um slíka leit. Þess má geta, að verðlagsmál heyra undir verðlagsdóm, en nokkuð álitamál þótti, hvort þau ættu að koma undir rannsóknarlögreglu rík- isins. í dómi Hæstaréttar í XLVIII bindi bls. 875, þar sem þetta álita- 138

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.