Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 52
Rannsóknarlögreglustjóri var sjálfur erlendis síðastliðið sumar og heimsótti þá stofnanir í Bandaríkjunum og í fyrrasumar fór rann- sóknarlögreglustjóri og yfirlögregluþjónn í kynnisferðir til Kaup- mannahafnar, Stokkhólms og Oslóar. Þess má geta, að áhugi er á því hjá rannsóknarlögreglu ríkisins að halda sérstakt námsskeið fyrir rannsóknarlögi'eglumenn utan höfuð- borgarsvæðisins. TENGSL RANNSÓKNARLÖGREGLU RÍKISINS VIÐ FJÖLMIÐLA Er rætt var við rannsóknarlögreglustj óra um starfsemi embættisins, kom fram, að hluti af daglegu starfi innan rannsóknarlögreglu ríkisins eru samskipti við fjölmiðla. Þeir Hallvarður Einvarðsson og Njörður Snæhólm voru sammála um það, að blaðamaður hefði samband við starfsmenn embættisins a.m.k. einu sinni á degi hverjum. Sú venja hefur myndast, að það eru einungis rannsóknarlögreglustjóri eða stað- gengill hans og yfirlögregluþjónn eða aðstoðarmenn hans, sem ræða við fréttamenn. Þeir Hallvarður Einvarðsson og Njörður Snæhólm bentu á það, að yfirleitt væri mestur áhugi hjá fjölmiðlum á fyrstu stigum rannsókn- ar. Lögreglurannsókn væri frumrannsókn og því væru fyrstu dagar hennar afar þýðingarmiklir. Það gætu því oft komið upp vandamál í samskiptum við fjölmiðlana. Þó væri leitast við að mæta að nokkru leyti þeirri þörf, sem talin er á því, að almenningur fái að fylgjast með gangi mála. Rannsóknarlögreglustjóri kvaðst telja, að fjölmiðlar væru farnir að sýna meiri hörku í umfjöllun sinni um einstök brotamál. Það væri hins vegar meira áberandi, að ungir og óreyndir fréttamenn leituðust við að skýra frá málum, áður en það væri tímabært. Það hefðu hins vegar yfirleitt skapast góð tengsl milli rannsóknarlögi'eglu og þeirra fréttamanna, sem um árabil fjölluðu um brotamál. Hallvarður kvaðst hinsvegar vilja lýsa þeirri von sinni, að fréttamenn ynnu störf sín, meira en verið hefur, með ákveðið upplýsinga- og fræðslugildi í huga, varðandi reglur réttarfarslaga um lögreglurannsókn brotamála. LÖGFRÆÐINGAR RANNSÓKNARLÖGREGLU RÍKISINS Lögfræðingar þeir, sem starfa við embættið, hafa, að sögn Hallvarðs Einvarðssonar, einkum með höndum stjórn rannsókna. Allar kærur, sem berast fara fyrst til rannsóknarlögreglustjóra, er síðan útdeilir þeim til lögfræðinganna. Ætlast er til þess, að lögfræðingarnir stjórni 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.