Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 58
Sá, er þetta ritar, lagði fram greinarkorn um vátryggingarsvik á Islandi og var aðalinntak þess, sem nú greinir: Plakat for Danmark ang. Straf for Brandstiftelse frá 7. apríl 1819 var birt hér á landi en þó var dregið í efa að plakatið hefði öðlast lagagildi hér, sbr. Lovs. f. Isl. VIII bls. 24 og Klausturpóstinn 1819 bls. 130. Tilskipun viðvíkjandi straffi fyrir þjófnað, svik, fals og önnur þesskyns afbrot frá 11. apríl 1840 fjallar um „assúrancesvik" í 53. gr. og er upphaf greinar- innar svohljóðandi: ,,Sá, sem með tiliiti til sjávar- eður eldsassúrance gjörir sig sekan í svik- samlegri meðferð, á almennt að straffast samkvæmt þessarar tilskipunar gr. 1 (sbr. gr. 41), svoleiðis, að við straffsins ákvörðun sérlegt tillit hafist til þess skammarlega og fordjarfanlega í misbrúkun svo heilladrjúgra stiptana til eig- ingjarnlegrar ásælni.“ Landsyfirdómurinn fékk aldrei til meðferðar brot gegn lagaákvæði þessu. Það var afnumið með hinum almennu hegningarlögum frá 25. júní 1869 og kom í stað þess ákvæði 261. gr. laganna, þar sem refsing var gerð hverjum þeim, „sem hefur nokkur svik í frammi, er hann festir sér eða hefur fest sér ábyrgð á tjóni á sjó eða af eldsvoða eða öðru tjóni hvar svo sem ábyrgð- in er fengin." Með hinum almennu hegningarlögum frá 12. febrúar 1940 var þetta ákvæði afnumið og ekkert sett í staðinn. Siðan hafa vátryggingarsvik fallið undir 248. gr. hegningarlaganna, sem fjallar um fjársvik almennt. Athugun á dómum Landsyfirdóms og Hæstaréttar í málum út af vátrygg- ingarsvikum og tilraunum til þeirra brota leiðir í Ijós eftirfarandi: 1. Á tímabilinu 1875—1919 voru kveðnir upp í Landsyfirdómi 7 dómar í málum út af vátryggingarsvikum og á tímabilinu 1920—1975 voru kveðnir upp í Hæstarétti 8 dómar í slíkum málum eða samtals 15 dómar. Dómarnir eru þessir: Lyfd. VI bls. 191, 285 og 335, VIII bls. 274 og 321 og IX bls. 55 og 790 sbr. X bls. 604. Hrd. I bls. 136, II bls. 992, V bls. 828, VIII bls. 484, IX bls. 363, XVIII bls. 122, XIX bls. 1 og XXVII bls. 9. Elsti dómurinn er kveðinn upp árið 1900 út af broti, sem framið var árið 1899. 2. Vátryggingarsvikin voru framin á ýmsum stigum, þ.e. bæði t sambandi við töku vátryggingar, tilurð tjóns og við tjónsuppgjör. Oftast komst upp um brotin áður en fjárgreiðslur höfðu verið inntar af hendi. 3. Langoftast var kveikt í húsi í því skyni að fá greidda tryggingarfjárhæð þess eða varnings í því. í einu tilviki var kveikt í bifreið og í öðru tilviki var reynt að sökkva skipi. 4. Einn dómurinn fjallar um líftryggingu, sem tekin var árið 1900. Þar voru atvik þau að maður líftryggði sig til hagsbóta fyrir konu sína. Ætlaði hann að láta líta svo út sem hann hefði farist en kona hans, sem bjó á Norðurlandi, skyldi hitta hann á Austurlandi og ætluðu þau síðan til Ameríku. Maðurinn var handtekinn áður en hann komst úr landi, Lyfd. VI bls. 335. 5. Oft verður að fremja önnur brot til þess að það tjón verði, sem tryggt er gegn, svo sem brennu og önnur brot, sem valda almannahættu og jafnvel manntjóni. Einn slíkur dómur er til hér á landi. Á árinu 1954 kveikti maður í íbúðarhúsi, þar sem hann geymdi vátryygðan vörulager, með þeim afleið- ingum að maður, sem bjó í húsinu, brann þar inni. Brotamaðurinn var sak- felldur fyrir manndráp af gáleysi og brennu auk tilraunar til vátryggingar- 152

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.