Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 66
Fram kemur í yfirliti þessu að tæpur helmingur framangreindra verknaða eða 18 þeirra eru framdir á 12 ára tímabilinu 1966—1977 og 14 þeirra á s.l. 7 árum. Þá er þess að geta að fjórir menn hafa verið sakfelldir fyrir tilraun til mann- dráps á árunum 1928, 1953, 1964 og 1973, sbr. Hrd. II. bls. 939—943, XXVI bls. 292—304, XXXVI bls. 583—596 og XLIV bls. 912—961. Hér verður ekki leitast við að finna skýringar á hinni ískyggilegu fjölgun manndrápa hér á landi. Það væri verðugt verkefni fyrir sakfræðinga og mannlífsfræðinga að reyna að kryfja það mál til mergjar. Þórður Björnsson. NÝR DÓMSMÁLARÁÐHERRA Stjórnarskipti urðu 1. september s.l., þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar leysti ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar af hólmi. Dómsmálaráðherra er Steingrímur Hermannsson. I samstarfsyfirlýsingu Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem birt var sama dag og stjórnin hóf störf, segir m.a.: „... Dómsmál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að haldið verði áfram umbótum í dómsmálum, er stuðla m.a. að auknum hraða í af- greiðslu mála, greiðari aðgangi almennings að dómstólum, svo sem með lögfræðilegri aðstoð án endurgjalds og mjög aukinnar aðstöðu til harðari baráttu gegn efnahagslegum brotum. — Lögð verði sérstök áhersla á að vinna gegn skatta- og bókhaldsbrotum. Athugað verði, hvort rétt sé að setja á fót sérstakan dómstól, er fjalli um slík mái.“ I samstarfsyfirlýsingunni er einnig fjallað um endurskoðun á þingsköpum Alþingis og á stjórnarskránni. 160

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.