Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 40. ÁRGANGUR DESEMBER 1990 RÉTTARHEIMILDIR OG LAGATÚLKUN Til skamms tíma hefur athygli lögfræðinga lítt beinst að álitaefnum varðandi réttarheimildir íslensks réttar. Menn hafa almennt verið á einu máli um skilning á því hverjar þær væru og hvernig með þær ætti að fara. Við könnumst við sett lög, réttarvenjur, fordæmi, eðli máls og/eða meginreglur laga sem gildar réttarheimildiren lögjöfnun teljum viðýmist til réttarheimilda eðaiögskýringar- aðferða. Þótt við játum því að stjórnlög séu almennum lögum æðri og almenn lög æðri fyrirmælum stjórnvalda, þá hefur sú skoðun verið ráðandi síðustu áratugi að höfuðflokkum réttarheimilda væri ekki hægt að raða í forgangsröð innbyrðis. Af lestri dóma verður ekki ráðið að öðrum réttarheimildum sé til að dreifa en en þeim sem taldar hafa verið, en að einstakir flokkar réttarheimilda hafi æði mismikið vægi. Líkast er að dómendur séu efins um gildi fordæma sem eiginlegra réttarheimilda því að sjaldan er til þeirra vitnað, og sjaldnar en efni standa til þegar þess er gætt hve tíðrætt málflutningsmönnum verður um dóma Hæstaréttar, en víst er að dómiðkun Hæstaréttar hefur í raun mikil áhrif á dómsúrlausnir, þótt það komi fremur fram í sjálfstæðum rökstuðningi í samræmi við fordæmi - jafnvel með óbreyttu orðalagi - en í tilvitnunum. Gera má greinarmun á formlegum réttarheimildum og faktískum þannig að til fyrri flokksins teljist þær heimildir sem þegar eru taldar en til síðari flokksins aðrar heimildir sem hafa raunveruleg og réttilega áhrif á niðurstöðu dóma. Af þessum heimildum eru merkastar kenningar fræðimanna, erlendir dómar og alþjóða- samningar. Formlega eru dómar ekki byggðir beint á þessum heimildum en áhrif þeirra eru ótvíræð í raun. Hið hefðbundna viðhorf til þjóðaréttarins er að hann sé ekki réttarheimild í landsrétti en að túlka beri innlendar réttarreglur sem mest til samræmis við þær reglur þjóðaréttar sem ríkið er bundið af og aðrar viðurkenndar þjóðréttarregl- ur. Frá lokum síðari heimstyrjaldar hefur samvinna ríkja stóraukið gildi þjóða- 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.