Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 18
laganna virðist mega skýra orðið læknisaðgerð svo rúmt, að það taki til hvers konar læknisverka, þ. á m. rannsókna, eftirlits og sjúkdómsgreiningar. Þegar litið er til þess, að lögin taka samkvæmt orðanna hljóðan til hvers kyns mistaka starfsfólks, er starfar á sjúkrastofnunum, sem starfa eftir lögum um heilbrigðis- þjónustu, virðist mega skýra orðið læknisaðgerð svo rúmt, að með því sé ekki aðeins átt við verk lækna heldur einnig hliðstæðar athafnir annars starfsfólks á greindum stofnunum, enda sé athöfnin framkvæmd í lækningaskyni, þ. á m. rannsóknir, þjálfun, endurhæfing, hjúkrun og önnur umönnun. Eigi er líklegt að mikil vandamál komi upp varðandi skýringu á orðinu læknisaðgerð. Miklu meiri vafa getur valdið að slá því föstu hvað löggjafinn eigi við með því að tjón hafi orðið „vegna“ læknisaðgerðar. M.a. er ekki ljóst, hvort með því sé átt við slys, er hvorki hlýst af mistökum starfsfólks né verður beinlínis rakið til aðgerðar, en verður í húsakynnum heilbrigðisstofnunar eða á leið til eða frá stofnun, t.d. þegar sjúklingur dettur á tröppum, á spítalagólfi, úr sjúkrarúmi eða slasast í bifreið á heimleið eftir komu á göngudeild. Lögin taka ekki til þess háttar slysa, ef orðin „vegna læknisaðgerða“ merkja „af völdum læknisað- gerða.“ Til þess að afmarka gildissvið laganna skýrar hefðu þau þurft að fela í sér nánari ákvæði en það, að tjón skuli hafa orðið „vegna læknisaðgerða.“ Fyrrgreindar sænskar reglur eru flóknar og að því leyti ekki til fyrirmyndar. Þó má telja, að þær gefi gleggri hugmynd eníslensku lögin um mörkin ámilli tilvika, sem greiða skal bætur fyrir, og tjóns, sem sjúklingur verður að bera sjálfur. 3.3 Nánar um gildissvið nýju reglnanna Fleiri álitaefni geta komið upp varðandi gildissvið nýju íslensku laganna. Þrjú vafaatriði má nefna. Fyrst er það, að lögin takmarka bótarétt ekki við tjón, sem hlýst af spjöllum á líkama. Lögin ná samkvæmt því til andlegra áfalla og hvers kyns starfrœnna sjúkdóma, að því tilskildu að „slys“ hafi orðið vegna læknisað- gerðar eða mistaka starfsmanna. í öðru lagi er álitamál, hvort skýra beri orðið sjúklingur svo, að það nái til hedbrigðra manna, sem eru „til meðferðar" á sjúkrastofnunum vegna hópskoð- unar, læknisfræðilegra tilrauna, blóðgjafar eða þess háttar. Allt slíkt telst væntanlega til heilsugæslu samkvæmt lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Yfirleitt má telja eðlilegt, að heilbrigðir menn, sem eru í sjúkrastofnunum í slíkum erindum og verða fyrir tjóni á líkama vegna læknisaðgerða, njóti sama bótaréttar og sjúklingar. Æskilegt hefði verið að löggjafinn hefði tekið afstöðu til þessa vafaatriðis. í þriðja lagi skal bent á, að ekkert er í lögunum vikið að bótarétti sjúklinga, sem bíða tjón afvöldum lyfja. Vafalaust geta ýmis tilvik, þarsem heilsutjón hlýst af lyfi, kallast tjón vegna læknisaðgerða. Einnig geta komið upp atvik, þar sem 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.