Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 64
I. Fræðafundir: 1. Aðalfundurvarhaldinn26. októberl989. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Davíð Þór Björgvinsson dósent framsögu um efnið „Lögfræðingar og siðferðileg ábyrgð.“ Fundargestir voru 73. 2. Flinn 18. nóvember flutti Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari framsögu um efnið „Vinnubrögð og afköst í meðferð dómsmála.“ Fundargestir voru 36. 3. Kvöldverðarfundur á aðventu var haldinn 6. desember. Þar flutti Sigurð- ur Líndal prófessor erindið „Af nokkrum lögfræðingum fyrri tíðar, námi þeirra, fræðum og starfi.“ Fundargestir voru 37. 4. Hinn 17. janúar flutti Ólafur Ólafsson lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra framsögu um efnið „Virðisaukaskatturinn." Fundargestir voru 106. 5. Hinn 14. febrúar flutti Jón Finnbjörnsson settur héraðsdómari framsögu um efnið „Ný evrópsk löggjöf um skaðsemisábyrgð.“ Fundargestir voru 16. 6. Hinn 15. marz var haldinn fræðafundur ásarnt lagadeild háskólans og flutti þar Elena Lúkjanova lögfræðingur frá Sovétríkjunum framsögu um efnið „Perestrojka og mannréttindi.“ Fundargestir voru 36. 7. Hinn 4. apríl fluttu Þórður S. Gunnarsson hrl. og Friðrik Jóhannsson forstjóri Fjárfestingafélags íslandsframsögu um efnið „Réttarstaða kaup- enda / eigenda hlutdeildarskírteina gagnvart verðbréfasjóðum." Fundar- gestir voru 45. 8. Hinn 19. maí var haldinn hádegisverðarfundur um efnið „Skaðabótaá- byrgð lækna.“ Frummælendur voru Valgeir Pálsson hdl.. Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Fundargestir voru 59. Almennir fundir voru að venju haldnir í Lögbergi, nema fundurinn um virðisaukaskattinn, sem haldinn var í fundarsal Hótel Sögu. Aðalfundurinn var haldinn í veitingasalnum Teigi í Holiday Inn, kvöldverðarfundur á aðventu var haldinn að Hótel Sögu og hádegisverðarfundurinn í veitingasalnum Kornhlöð- unni í Lækjarbrekku. 190

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.