Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 16
Síðan er tekið fram í greinargerðinni, að fram hafi komið, að í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu liggi drög að tillögum um tryggingasjóð sjúklinga, en það mál muni ekki ná fram að ganga áþessu þingi, enda sé það mjög viðamikið. í greinargerðinni kemur ennfremur fram eftirfarandi: „Með frumvarpinu, sem hér er flutt, er farin sú millileið að ætlast er til að Tryggingastofnun ríkisins greiði á sama hátt og hún bætir vinnuslys það tjón sem verður af læknisaðgerðum eða mistökum við læknisaðgerðir. Hér er ekki um að ræða bætur samkvæmt almennu skaðabótareglunni, sem geta orðið mjög háar, heldur bætur eins og Tryggingastofnun ríkisins greiðir nú fyrir vinnuslys.“ Loks segir í greinargerð, að reglum þessum sé ætlað að standa þangað til viðameira frumvarp um tryggingasjóð sjúklinga verði tekið upp í almannatryggingalögin. í athugasemdum með frumvarpinu er ekki frekar rökstutt hvers vegna æskilegt var talið að veita sjúklingum sérstaka tryggingarvernd. Frekari rök komu ekki heldur franr í umræðum á Alþingi, en aðallega var bent á erfiðleika á að koma í höfn bótakröfum vegna mistaka lækna.9 Þegar þetta er ritað (í jan. 1990), hefur frumvarp það, sem vænst var frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, ekki verið lagt fram. 3.2 Gildissvið sjúklingatryggingar Lög nr. 74/1989 eru mjög fáorð. Aðeins 1. gr. laganna varðar sérstaklega gildissvið sjúklingatryggingar. Með 1. gr. er nýjum staflið bætt við 29. gr. ATL, en í þeirri lagagrein eru taldir upp þeir, sem eru slysatryggðir eftir lögunum. Hin nýi stafliður (g) hljóðar svo: „Sjúklingar sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum, sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknis- aðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum.“ Lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu taka til hvers kyns heilsugæslu, heilbrigðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga og hjúkrunar í sjúkrahúsum, læknisfræðilegs endurhæfingarstarfs, tannlækninga og sjúkraflutninga. Sam- kvæmt þessu takmarkast sjúklingatryggingin ekki við sjúklinga á opinberum sjúkrastofnunum. Sjúklingar, sem bíða tjón vegna meðferðar hjá læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum og öðrum, er starfa sjálfstætt, geta átt bótarétt, ef meðferð fer fram á sjúkrastofnun. Deila má um merkingu orðsins sjúkrastofn- un, t.d. er ekki víst að læknir, tannlæknir eða sjúkraþjálfari, sem starfar einn á stofu, verði talinn stofnun í merkingu laganna. Eigi eru í lögunum nánari ákvæði um gildissvið sjúklingatryggingarinnar. Hún er samkvæmt stöðu sinni í IV. kafla ATL slysatrygging!" Eftir hefðbundnum 9. Sjá Alþt. 1988 B, bls. 1586 o. áfr. 10. Um slysatryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar sjá Arnljótur Björnsson. bls. 111-136. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.