Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 53
markaðsvirði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins við innlausn svo sem skuldum hans við innlánsstofnanir, ógreiddum umsýslu- og stjórnunar- kostnaði, innheimtukostnaði og áföllnum eða reiknuðum opinberum gjöldum. Gert er ráð fyrir að ráðherra geti sett nánari reglur um útreikning á innlausnar- virði hlutdeildarskírteina. Slíkar reglur hafa ekki enn verið settar en unnið er að samningu þeirra. 23. gr. VVL vekur fjölmargar spurningar um hvernig eignir verðbréfasjóðs skuli metnar en ljóst er að ýmsar aðferðir má nota í þeim efnum. Verðbréfasjóð- ur er samsetturaf auðseljanlegum verðbréfum, sbr. 6. mgr. 1. gr. VVL. Eigandi hlutdeildarskírteinis á skv. 20. gr. laganna tilkall til eigna sjóðsins. í samþykkt- um sjóðsins eiga skv. e-lið 2. mgr. 18. gr. að vera ákvæði um hvernig reiknað skuli út raunvirði hvers hlutar í sjóðnum og skv. c-lið 1. mgr. 21. gr. eiga að vera ákvæði í hlutdeildarskírteinunum um innlausnina þ.á.m. hvernig innlausnar- verðið sé fundið. Sem dæmi um verðbréf í skilningi 6. mgr. 1. gr. má nefna skuldabréf og hlutabréf en auk þess víxla og önnur áþekk viðskiptabréf og einnig loforð um peningagreiðslu af öðru tagi svo sem tékka og greiðslukortanótur. Hugtakið verðbréf skv. 1. mgr. 1. gr. VVL nær yfir hvers konar framseljanleg kröfurétt- indi til peningagreiðslu eða ígildis hennar svo og til framseljanlegra skilríkja fyrir eignarréttindum að öðru en fasteign eða einstökum lausafjármunum. Nær hugtakið samkvæmt þessu t.d. til framseljanlegra farmskírteina en hins vegar ekki t.d. til skilríkja fyrir eignarrétti að bifreið eð öðrum áþekkum lausafjár- munum. Form skuldbindingar skiptir ekki máli í þessu sambandi heldur nægir að hún sé hæf til framsals, skriflega eða með öðrum hætti. í hlutdeildarskírteinum er að finna ákvæði sem eru í samræmi við 23. gr. laganna varðandi sölu- eða kaupgengi hlutdeildarskírteina. Ákvæðin segja hinsvegar ekkert um hvernig markaðsverð eigna skuli fundið, hvernig töp eða tapshætta sé reiknuð til lækkunar á eign, hvernig tekið sé tillit til verðlagsbreyt- inga o.s.frv. Hins vegar á ársreikningi verðbréfasjóðs að fylgja skýrsla löggilts endurskoðanda þar sem m.a. kemur fram hvernig útreikningi á verðbréfaeign sjóðsins er háttað, sbr. 1. mgr. 33 gr. VVL. Við skoðun á eignasamsetningu sjóða verður að hafa yfirlýsta fjárfestingar- stefnu sjóðsins varðandi áhættudreifingu í huga en frávik frá henni og afleitt tap geta leitt til bótakröfu á hendur rekstraraðila, sbr. nánar 9. gr. sbr. 3. mgr. 13. gr. VVL. Þá er rétt að hafa í huga að verðbréfasjóðir geta átt fasteignir í takmarkaðan tíma, sbr. 4. mgr. 28. gr. VVL. Eins og á tilvitnuðum lagaákvæðum sést er fátt um ófrávíkjanlegar reglur þegar um mat á raunvirði eigna verðbréfasjóða er að ræða, miðað við núverandi réttarástand. Þó kunna venjur að hafa skapað nokkra festu í framkvæmd en erfitt er að fullyrða nokkuð í þeim efnum, sbr. 2. mgr. 30. gr. VVL. 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.