Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 24
Höfundaréttarnefndir á Norðurlöndunum hafa talið óþarft að skilgreina þessi hugtök í höfundalögum.3 Gengið verður út frá því að „hugbúnaður" sé heildarheiti yfir eftirfarandi gögn: 1. Forrit, bæði forritstexta, þ.e. forrit á frummáli (source code), og einnig á vélarformi (object code). 2. Kerfislýsingar. Hér er átt við allar lýsingar í skriflegu máli, myndmáli eða í öðru formi sem notaðar eru við gerð forrita. 3. Fylgigögn (documentation) eru öll gögn sem nauðsynleg eru til notkunar og viðhalds forrita.4 Nútíma húgbúnaðargerð er í erlendum fræðiritum iðulega lýst sem „software engineering“. Er þá verið að vísa til þess að beitt sé á kerfisbundinn hátt vísindalegum og tæknilegum aðferðum. Ferli hugbúnaðargerðar er oft skipt niður í stig. Frá höfundaréttarlegu sjónarmiði eru mikilvægust kröfugreining, kerfishönnun og forritun. Undanfari þessa er forkönnun og á eftir fylgir prófun og viðhald. 1. Kröfugreining (Requirements Phase). Á þessu stigi er ákveðið hvaða kröfur gera skal til forrits, hvað forrit á að framkvæma, á hvaða vélbúnað á að nota það o.s.frv. Kröfum þessum er í umfangsmiklum hugbúnaði lýst í sérstöku skjali, kröfulýsingu (requirements specification). 2. Kerfishönnun (System Design). Á þessu stigi er það verkefni sem forrit á að leysa greint niður, vandamálin eru greind niður í einingar, ákveðið hvað hver eining um sig á að framkvæma og þeim síðan raðað upp í kerfi. Ákveðið er hvaða upplýsingum forrit á að vinna úr, hvaða nöfnum þær nefnast og í hvaða magni þær verða tilgreindar. Afrakstri þessa stigs er lýst í teikningum/upplýsingaflæði- ritum sem teljast til kerfislýsinga. 3. Fínhönnun (Detailed Design). Á þessu stigi þarf hönnuður að finna aðferðir til að leysa þau verkefni sem einstakar einingar eiga að inna af hendi. Felst þessi vinna í því að velja og þróa svokallaða algoritma.5 Afrakstri þessa stigs er lýst í myndritum, ýmist flæðiriti (flow-chart) eða nýrri tegund myndrita, (program chart, á þýsku Struktogramm). Stundum er svokallað stoðmál (pseudo-code)'’ notað í stað myndrita. 3. Betænkning 1064/1986, bls. 39, SOU 1985:51. bls. 87, Kommittébetánkande 1987:8, bls. 255. Varðandi skilgreiningu á hugtökum skal vísað til tillagna Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO (World Intellectual Property Organization), að texta um sérhannaða vernd fyrir hugbúnað, birt t.d. í GRUR Int. 1978, bls. 286. 4. Góða lýsingu á framangreindum gögnum er að finna hjá Haberstrumpf, bls. 17 - 18. 5. Algoritma má skýra sem lýsingu á því hvernig tiltekið verkefni er leyst af hendi. Á sama hátt og lýsa má í smáatriðum þeirri einföldu athöfn að klæða sig á morgnana eru til algoritmar sem tilgreina allar prímtölur lægri en 1000, svo dæmi sé tekið. 6. Skilgreint í McGraw-Hill Dictionary of Computers. bls. 216 sem forritstexti þar sem hver skipun fyrir sig er þýdd og framkvæmd af tölvu. 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.