Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 11
leikar koma ekki aðeins upp varðandi bótagrundvöll, heldur einnig orsaka- tengsl. Glögg dæmi um sönnunarerfiðleika eru tvö „læknamál," sem Hæstiréttur fjallaði um nýlega. I öðru þeirra, er lauk með'dómi Hæstaréttar 8. febrúar 1989, sjá HRD 1989 131, var krafist bóta vegna drengs, sem skaddaðist á heila í fæðingu. Full sönnun lá ekki fyrir um gáleysi læknis eða annarra starfsmanna fæðingardeildar. í dómi segir, að skráningu í skýrslur fæðingardeildar hafi verið verulega ábótavant og að pappírsstrimill úr sírita, er sýndi samdrætti í legi konunnar og hjartslátt fóstursins, hafi farið forgörðum, en rétturinn taldi hann mikilsvert sönnunargagn. Ríkissjóður, sem rak sjúkrahúsið, var talinn eiga að bera halla af skorti á sönnun um atvik að því að drengurinn fæddist með heilasköddun. Var ríkissjóður dæmdur skaðabótaskyldur með fyrrgreindum rökum. Atvik í hinu málinu, sbr. úrskurð Hæstaréttar 21. júní 1989, sjá HRD 1989 1061 og dóm 12. júní 1990, voru þau, að kona nokkur gekkst undir skurðaðgerð á Landspítalanum vegna svonefndrar fjöltaugabólgu. Aðgerðin fólst í því, að taugahnoð voru fjarlægð. Komst ígerð í skurðsárin og taldi konan, að sjúkdómur, sem hún þjáðist af eftir aðgerðina, yrði eingöngu rakinn til gáleysis starfsmanna Landspítalans. Itarleg gögn frá læknum lágu fyrir, en þeim bar ekki saman í atriðum, sem skipta verulegu máli. Héraðsdómur sýknaði stefndu af öllum kröfum tjónþola. Sú óvenjulega staða kom upp í héraði, aðeftir að læknaráð hafði látið í té álit og málið hafði verið flutt, var það endurupptekið og aðilum gefinn kostur á að afla álits lækna á nánar tilgreindum atriðum. Þrír læknar voru síðan dómkvaddir og varð niðurstaða þeirra nokkuð á annan veg en læknaráðs. Við svo búið taldi Hæstirétturí júní 1989 rétt aðleggjafyrir málsaðila að bera matsgerð læknanna þriggja undir læknaráð og Ieita álits þess á nokkrum nánar tilgreindum spurningum. Var það gert og féll fullnaðardómur 12. júní 1990. Sýknað var af bótakröfunni vegna þess, að ekki þótti sannað, að sjúkdómur áfrýjanda yrði rakinn til vanrækslu eða annarrar saknæmrar hegðun- ar starfsmanna Landspítalans. I fyrra málinu var slakað á kröfum um sönnun, af því að stefndi hafði ekki haldið til haga sönnunargögnum. Önnur atvik geta orðið til þess að dómstólar víki frá venjulegum kröfum um sönnun, t.d. varðandi orsakatengsl, ef sök er sönnuð, sérstaklega þegar hún telst stórfelld. Þrátt fyrir einstök dæmi um vægari sönnunarkröfur, þegar sérstaklega stendur á, er ljóst að sönnunaraðstaða sjúklinga, sem gera kröfu vegna mistaka, er oft mjög erfið. Má hér einkum nefna, að auk sjúklings sjálfs geta oftast ekki aðrir menn borið um atvik að tjóni, en þeir, sem eru að verja hendur sínar eða starfsfélaga sinna. Oft er fullsannað, að heilsutjón sjúklings verður hvorki rakið til mistaka lækna né annarra atvika, sem leiða til bótaskyldu eftir reglum skaðabótaréttar. í slíkum tilvikum myndi það auðvitað ekki leysa úr þörf tjónþola fyrir bætur, þótt 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.