Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 38
Athyglisvert er einnig hvernig litið er á mörk hugmyndar og útfærslu í dómum sem veita skjámyndum vernd. Um skjámyndir verður sérstaklega fjallað í kafla 5.5 5.4.5 Evrópuréttur Markmið með frumvarpi að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvufor- rita var að samræma reglur í aðildarríkjunum um þetta efni. í frumvarpinu er valin framsetning engilsaxnesks réttar. Þar er mælt fyrir um að eini mælikvarð- inn sem notaður skuli við ákvörðun þess hvort skilyrði höfundaréttarverndar séu uppfyllt sé mælikvarðinn um frumleika (originality) og í honum talið felast að ekki sé verið að afrita úr öðrum verkum. í frumvarpinu er ekki lýst nánar hvað felist í þessum mælikvarða en tekið fram að útfærsla (expression) skuli njóta verndar, en ekki hugmyndir, lögmál, algoritmar eða forritunarmál'.'2 5.5 Hvaða þættir í forriti njóta verndar. „Look and feel“ Þegar gengið er út frá því að forrit njóti höfundaréttarverndar er án vafa hægt að slá því föstu að kóti forritsins njóti verndar. Ef aðili óviðkomandi höfundi býr til nýtt forrit sem í verulegum atriðum hefur sama kóta hefur hann skert réttindi fyrir höfundar. Sem dæmi um mál af þessu tagi má nefna mál Apple fyrirtækisins í Bandaríkjunum á hendur Franklin fyrirtækinu sem hafði sett á markað eftirgerð af nokkrum stýrikerfum sem Apple hafði hannað til nota á Apple tölvur sínar':1 í Bandaríkjunum, þar sem skilyrði höfundaréttarverndar hafa verið túlkuð rúmt, hefur umræðan hin allra síðustu ár beinst að því að kanna hvort aðrir þættir í forriti en kótinn sem slíkur geti notið verndar, hvort verndin geti jafnvel náð til uppbyggingar forrits, ennfremur til skjámyndanna og þá í hve miklum mæli. Rætt hefur verið um í þessu sambandi hvort verndin geti náð til þess sem kallað hefur verið „look and feel“ og er þá átt við að verndin nái til forritsins eins og það birtist notandanum á skjánum og einnig til þeirra þátta forritsins sem ákvarða samskipti notanda við það, nefnt notendaskil (users interface)“ Varðandi uppbyggingu forrits var það fyrst með framangreindum dómi í máli Whelan gegn Jaslow sem staðfest var að uppbygging forritsins, í dómnum nefnt „structure", „sequence“ og „organisation“, nyti verndar'f I byrjun 9. áratugarins var mikið um málaferli í Bandaríkjunum þar sem framleiðendur tölvuleikja leituðu réttar síns vegna eftirlíkinga á leikjunum. Staðfest var í dómum að ekki einungis forritin, sem lágu til grundvallar 62. Official Journal of the European Communities, bls. 13 og skýringar bls 9. 63. Apple Computer Inc., gegn Franklin Computer Corp., 714 F.2d 1240 (3rd Cir. 1983). 64. Vísa má til Sholkoff, bls. 391 - 392. 65. Sjá neðanmálsgrein 60. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.