Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 51
3. HLUTDEILDARSKÍRTEINI Verðbréfasjóðir safna fjármagni til fjárfestinga í verðbréfum með útgáfu og sölu svonefndra hlutdeildarskírteina. Rekstur verðbréfasjóða er í höndum verðbréfafyrirtækja en verðbréfafyrir- tæki eru fyrirtæki sem sérstaklega eru stofnuð skv. ákvæðum III. kafla VVL m.a. til reksturs verðbréfasjóða. Verðbréfafyrirtæki er skylt að afhenda þeim sem fá fyrirtækinu fjármuni til ávöxtunar í verðbréfasjóði skuldarviðurkenningu í formi hlutdeildarskírteinis, sbr. 1. ml. 1. mgr. 20. gr. VVL. Hlutdeildarskírteini er að efni til skuldabréf enda felur það í sér hvorutveggja skuldaviðurkenningu og greiðsluloforð en í lögunum er sérstaklega tekið fram að eigandi hlutdeildarskírteinis hafi réttarstöðu lánardrottins gagnvart verð- bréfasjóði. Réttarstaða hlutdeildarskírteiniseiganda er að þessu leyti ótvíræð. Allir sem eiga hlutdeild í verðbréfasjóði í formi hlutdeildarskíteinis eiga sama rétt til tekna og eigna sjóðsins í hlutfalli við eign sína og væri því óheimilt að gefa út sérstaka flokka skírteina sem væru í þessum efnum rétthærri en aðrir innan sama sjóðs eða sjóðsdeildar, svipað og heimilt er við útgáfu hlutabréfa. Hins vegar er heimilt að gefa út tiltekna flokka hlutdeildarskírteina m.a. að þessu skilyrði uppfylltu. Hlutdeildarskírteini skulu vera skrifleg og í þeim skal getið m.a. þeirra atriða sem talin eru í 21. gr. VVL, t.d. nafns og kennitölu eiganda, nafns verðbréfafyr- irtækis er hefur rekstur viðkomandi verðbréfasjóðs með höndum, hvernig skírteinið verði innleyst og/eða hvaða reglur gildi um arðgreiðslur, hvar finna megi samþykktir viðkomandi sjóðs og skýrslur um starfsemina. Hlutdeildarskír- teini eru markaðsverðbréf í skilningi 5. mgr. 1. gr. VVL. Það er ekki skilyrði að orðið skírteini eða hlutdeildarskírteini sé í texta bréfanna. 4. INNLAUSNARRÉTTUR Eins og fram er komið er það þáttur í hugtakinu verðbréfasjóður skv. 6. mgr. 1. gr. VVL að hlutdeildarskírteini fáist innleyst í reiðufé hjá þeim sjóði sem þau veita hlutdeild í. Innlausnarréttinn má skilgreina sem einhliða rétt eiganda hlutdeildarskírteinis til að krefjast þess að útgefandi þess kaupi/innleysi skírtein- ið á „innlausnarvirði" þess. Þessi réttur er grundvallaratriði og á því reistur að eigandi skírteinis á hlutdeild í eignum sjóðsins. í samþykktum verðbréfasjóða eiga að vera ákvæði um hvernig háttað skuli innlausn hlutdeildarskírteina, sbr. 18. gr. VVL. Þá eiga einnig að vera ákvæði í rekstrarsamningi sjóðsins og viðkomandi verðbréfafyrirtækis um innlausn hluta. Jafnframt eiga að vera ákvæði í skírteininu sjálfu um hvernig sjóðshlutur verði innleystur. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.