Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 37
Dómur þessi olli vægast sagt sprengingu í allri umræðu um vernd hugbúnaðar í V-Þýskalandi og hefur verið gagnrýndur harðlega? Með þeim gæðakröfum sem dómurinn setur fram hefur möguleiki hugbúnaðarframleiðenda á höfundarétt- arvernd þar í landi verið skertur stórlega. Framleiðendur eru í langflestum tilfellum í vafa um hvort höfundaréttarvernd yrði talin vera fyrir hendi, leggja vegna þessarar óvissu ekki út í málaferli og reyna eðlilega að leita annarra réttarúrræða, svo sem samninga eða að byggja á reglum samkeppnisréttar. 5.4.4 Bandaríkin. „Idea/expression“ Bandarískir dómstólar hafa í samræmi við framsetningu þarlendra laga og dómaframkvæmd metið skilyrði höfundaréttarverndar út frá mælikvarða sem metur samspilið milli hugmyndar og útfærslu (idea/expression). Sá mælikvarði er í raun ekki mjög frábrugðinn þeim mælikvarða sem notaður er á Norðurlönd- um um hve mikið rúm sé fyrir einstaklingsbundna sköpun. Eftirfarandi dómur setur fram skilgreiningu á hvar mörkin milli þessa tvenns liggi í hugbúnaðargerð. Dæmt var um hvort fyrirtækið Jaslow Dental Laboratory hefði brotið gegn höfundarétti yfir hugbúnaðinum Dentalab, sem Whelar. hafði samið fyrir fyrirtækið. Dentalab var allsherjar bókhalds- og viðskiptamannakerfi, samið á EDL máli fyrir IBM Series One tölvu. Síðar setti J. á markað hugbúnaðinn Dentcom PC, sem eigandi fyrirtækisins samdi í BASIC fyrir einmenn- ingstölvur. Ekki var um að ræða að sjálfur kótinn hefði verið afritaður og þurfti því dómurinn að leysa úr því hvort uppbygging forritsins nyti verndar. Dómurinn hafnaði þeirri röksemd J. að uppbyggingin væri hugmynd en ekki útfærsla og setti fram eftirfarandi reglu: Markmiðið með verkinu (purpose or function of a utilitarian work) sé hugmyndin og það í verkinu sem ekki sé nauðsynlegt til að markmiðið eða tilgangurinn náist sé hluti af útfærslu hugmyndarinnar. Þcgar mismunandi aðferðir séu til að ná ákveðnum tilgangi sé sú aðferð sem valin er ekki nauðsynleg til að ná tilganginum og þess vegna um útfærslu að ræða. Talið var að önnur forrit á markaðnum leystu sama verkefni af hendi en hefðu aðra uppbyggingu. Væri því Dentalab verndað að þessu leytií" í eftirgreindum dómi varð niðurstaðan önnur um það hvort um væri að ræða hugmynd eða útfærslu hennar: í þessu tilfelli var um að ræða mál samvinnufélags bómullarbænda í Texas á hendur fyrirtæki sem fyrrverandi framkvæmdastjóri samvinnufélagsins hafði stofnað. Stefnandi taldi að brotið hefði verið gegn rétti sínum yfir hugbúnaðinum Telcot sem gerður var fyrir stórtölvur (mainframes) og var notaður við markaðssetningu bómullar. Hugbúnaður stefnda, GEMS. var sarns konar hugbúnaður fyrir einkatölvur. Dómurinn taldi að það væru þættir varðandi bómullarmarkaðinn sem skiptu verulegu máli við ákvörðun þess hvernig hugbúnaður sem notaður væri við markaðssetningu á bómull væri byggður upp og var vernd því neitaðí' 59. Sjá t.d. Bauer, bls. 5. 60. Whelan Associates, Inc. gegn Jaslow Dental Laboratory Inc., 797 F2d. 1222 (3rd Cir. 1986), birtur í heild í Software Protection. vol. V, no. 8, bls 2. 61. Plains Cotton Cooperative Assn. gegn Goodpasture Computer Service, Inc., 807 F2d. 1256 (5th Cir. 1987). 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.