Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 37
Dómur þessi olli vægast sagt sprengingu í allri umræðu um vernd hugbúnaðar í V-Þýskalandi og hefur verið gagnrýndur harðlega? Með þeim gæðakröfum sem dómurinn setur fram hefur möguleiki hugbúnaðarframleiðenda á höfundarétt- arvernd þar í landi verið skertur stórlega. Framleiðendur eru í langflestum tilfellum í vafa um hvort höfundaréttarvernd yrði talin vera fyrir hendi, leggja vegna þessarar óvissu ekki út í málaferli og reyna eðlilega að leita annarra réttarúrræða, svo sem samninga eða að byggja á reglum samkeppnisréttar. 5.4.4 Bandaríkin. „Idea/expression“ Bandarískir dómstólar hafa í samræmi við framsetningu þarlendra laga og dómaframkvæmd metið skilyrði höfundaréttarverndar út frá mælikvarða sem metur samspilið milli hugmyndar og útfærslu (idea/expression). Sá mælikvarði er í raun ekki mjög frábrugðinn þeim mælikvarða sem notaður er á Norðurlönd- um um hve mikið rúm sé fyrir einstaklingsbundna sköpun. Eftirfarandi dómur setur fram skilgreiningu á hvar mörkin milli þessa tvenns liggi í hugbúnaðargerð. Dæmt var um hvort fyrirtækið Jaslow Dental Laboratory hefði brotið gegn höfundarétti yfir hugbúnaðinum Dentalab, sem Whelar. hafði samið fyrir fyrirtækið. Dentalab var allsherjar bókhalds- og viðskiptamannakerfi, samið á EDL máli fyrir IBM Series One tölvu. Síðar setti J. á markað hugbúnaðinn Dentcom PC, sem eigandi fyrirtækisins samdi í BASIC fyrir einmenn- ingstölvur. Ekki var um að ræða að sjálfur kótinn hefði verið afritaður og þurfti því dómurinn að leysa úr því hvort uppbygging forritsins nyti verndar. Dómurinn hafnaði þeirri röksemd J. að uppbyggingin væri hugmynd en ekki útfærsla og setti fram eftirfarandi reglu: Markmiðið með verkinu (purpose or function of a utilitarian work) sé hugmyndin og það í verkinu sem ekki sé nauðsynlegt til að markmiðið eða tilgangurinn náist sé hluti af útfærslu hugmyndarinnar. Þcgar mismunandi aðferðir séu til að ná ákveðnum tilgangi sé sú aðferð sem valin er ekki nauðsynleg til að ná tilganginum og þess vegna um útfærslu að ræða. Talið var að önnur forrit á markaðnum leystu sama verkefni af hendi en hefðu aðra uppbyggingu. Væri því Dentalab verndað að þessu leytií" í eftirgreindum dómi varð niðurstaðan önnur um það hvort um væri að ræða hugmynd eða útfærslu hennar: í þessu tilfelli var um að ræða mál samvinnufélags bómullarbænda í Texas á hendur fyrirtæki sem fyrrverandi framkvæmdastjóri samvinnufélagsins hafði stofnað. Stefnandi taldi að brotið hefði verið gegn rétti sínum yfir hugbúnaðinum Telcot sem gerður var fyrir stórtölvur (mainframes) og var notaður við markaðssetningu bómullar. Hugbúnaður stefnda, GEMS. var sarns konar hugbúnaður fyrir einkatölvur. Dómurinn taldi að það væru þættir varðandi bómullarmarkaðinn sem skiptu verulegu máli við ákvörðun þess hvernig hugbúnaður sem notaður væri við markaðssetningu á bómull væri byggður upp og var vernd því neitaðí' 59. Sjá t.d. Bauer, bls. 5. 60. Whelan Associates, Inc. gegn Jaslow Dental Laboratory Inc., 797 F2d. 1222 (3rd Cir. 1986), birtur í heild í Software Protection. vol. V, no. 8, bls 2. 61. Plains Cotton Cooperative Assn. gegn Goodpasture Computer Service, Inc., 807 F2d. 1256 (5th Cir. 1987). 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.