Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 31
afleiðing þess hve formbundin þessi verk eru. Er þá stundum lögð áhersla á að nýmæli þurfi að vera fyrir hendi eða listrænn mælikvarði lagður á verkið. Einnig er umfang verndarinnar iðulega þrengt og einungis veitt vernd gegn nákvæmum eftirlíkingum? 5.2 Verndaðir þættir í verki Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvaða þættir í verki eru verndaðir. Norrænir fræðimenn leggja áherslu á að grunnhugmynd verks njóti ekki verndar. Vernd hugmynda fæst með einkaleyfisvernd þegar skilyrði eru fyrir hendi. Höfundaréttur er hins vegar vernd formsins, þ.e.a.s. veitir útfærslu hugmyndar vernd. Rætt hefur verið um innra form sem verndaðan þátt í verki ásamt ytra formif’ Innra formi eða innihaldi má ekki rugla saman við sjálfa grunnhugmyndina, aðferð, kenningu, reikniaðferð o.þ.h., sem höfundaréttur verndar ekki. Til að skýra þessi hugtök nánar má taka dæmi af hefðbundnum bókmennta- verkum. Hugmynd Laxness að baki Vefaranum mikla frá Kasmír um mann sem berst við ástina/konuna og trúna er hverjum sem er heimilt að nota sem grundvöll að nýju hugverki. Nýr höfundur gæti nálgast það sem kalla mætti innihald, þ.e. söguþráðinn, persónulýsingar og sögusvið í það miklum mæli að höfundaréttur að Vefaranum væri skertur. Hve mikið þarf til þess að koma er erfitt að tilgreina nákvæmlega. Texti sögunnar, hið ytra form eða umbúnaður, er án nokkurs vafa verndaður. í sumum tegundum bókmenntaverka er ekki jafn mikið rúm fyrir einstak- lingsbundna sköpun og í Vefaranum. í þýskum rétti hefur þróunin orðið sú að álíta að í verkum vísindalegs eðlis komi sköpun ekki fram í því sem nefnt hefur verið innihald verks, heldureinungis íforminu. í nýlegum dómi Bundesgerichts- hof var vernd neitað fyrir lýsingar verkfræðifyrirtækis varðandi byggingu eldsneytisleiðslu á þeim forsendum að í formi lýsinganna fælist engin sköpunb Þessi dómur skapaði grundvöll til að gera strangar kröfur til þess að hugbúnaður njóti höfundaréttar í V-Þýskalandi. í bandarísku höfundalögunum er tekið fram í 102. gr. b) að vernd höfunda- réttar nái ekki til hugmynda eða aðferða, „idea, procedure, process, system, method of operation, concept, principle or discovery". Þetta ákvæði hefur haft í för með sér að í bandarískum höfundarétti er hið verndaða og óverndaða iðulega metið með hliðsjón af því hvort um nægilega ríka útfærslu á hugmynd- 32. Um danskan rétt sjá Koktvedgaard. Lærebog..., bls. 60 og 102. Yfirlit yfir norræna réttarfram- kvæmd um höfundaréttarvernd nytjalistar er að finna hjá Levin, bls. 298 - 308. 33. Olsson, bls. 24, SOU 1956:25, bls. 69. 34. BGH 29.3.1984 („Ausschreibungsunterlagen"), birtur í GRUR 1984, bls. 659. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.